Erlent

„Þjóðar­klapp“ til heiðurs kafteini Tom Moor­e

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kafteinn Tom Moore safnaði yfir 32 milljónum punda fyrir breska heilbrigðiskerfið.
Kafteinn Tom Moore safnaði yfir 32 milljónum punda fyrir breska heilbrigðiskerfið. EPA-EFE/VICKIE FLORES

Fjöldi fólks í Bretlandi tók þátt í svokölluðu „þjóðarklappi“ til heiðurs kafteins Tom Moore sem lést á dögunum úr Covid-19. Hann hafði safnað milljörðum króna fyrir heilbrigðiskerfið í Bretlandi meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð.

 Boris Johnson forsætisráðherra var á meðal þeirra sem heiðruðu Moore með lófataki.

Moore, sem varð hundrað ára á síðasta ári, var lagður inn á sjúkrahús með kórónuveiruna síðastliðna helgi. Hann lést í gær.

Moore öðlaðist heimsfrægð í fyrra eftir að hann safnaði meira en 32 milljónum punda, um sex milljörðum króna, fyrir breska heilbrigðiskerfið í tilefni af hundrað ára afmæli sínu. Elísabet Bretadrottning sæmdi hann í kjölfarið riddaratign fyrir ómetanlegt framlag sitt til heilbrigðiskerfisins.

Í upphafi ætlaði Moore sér aðeins að safna þúsund pundum í formi áheita á hann, en hann hugðist ganga hundrað hringi um garðinn sinn í tilefni stórafmælisins í fyrra. Í myndbandinu hér að neðan sést fólk víða um Bretland klappa til heiðurs Moore um leið og klukkan sló sex í kvöld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×