Innlent

Bein útsending: Ráðherra kynnir valkosti um legu Sundabrautar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurður Ingi fer yfir valkostina tvo á fundinum klukkan 13:30.
Sigurður Ingi fer yfir valkostina tvo á fundinum klukkan 13:30. Vísir/Vilhelm

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun í dag kynna niðurstöður starfshóps á vegum Vegagerðarinnar, sem var falið að meta tvo valkosti um legu Sundabrautar.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun í dag kynna niðurstöður starfshóps á vegum Vegagerðarinnar, sem var falið að meta tvo valkosti um legu Sundabrautar.

Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar og formaður starfshópsins, fer síðan í stuttu máli yfir skýrslu hópsins og forsendur hennar.

Vegagerðinni var á síðasta ári falið að leiða vinnu nýs starfshóps fulltrúa Reykjavíkurborgar, samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins og Faxaflóahafna um að endurmeta og skoða tvo kosti um legu Sundabrautar. Vinnan átti að byggja á starfi starfshóps sem skilaði tillögum um mögulega legu og taldi jarðgöng fýsilegasta kostinn. Hinn kosturinn væri lágbrú sem þverar hafnarsvæðið í Kleppsvík.

Kynningarfundi um Sundabraut verður streymt beint á Facebook-síðu ráðuneytisins kl. 13:30 og má sjá kynninguna hér að neðan.


Tengdar fréttir

Opinberir aðilar áforma framkvæmdir upp á 139 milljarða í ár

Framkvæmdir opinberra aðila voru mun minni í fyrra en þeir höfðu boðað á útboðsþingi í upphafi þess árs. Mestu munar um stórfelldan samdrátt í framkvæmdum hjá Ísavia. Reykjavíkurborg stóð hins vegar nokkurn vegin við áform sem gefin voru á útboðsþingi í byrjun síðasta árs.

Vonast eftir aðkomu lífeyrissjóða að Sundabraut

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun kynna skýrslu um gerð Sundabrautar og hvernig hægt verði að fara í þær framkvæmdir. Þetta sagði Sigurður í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þegar hann var spurður um mögulega aðkomu lífeyrissjóða að stórum samgönguframkvæmdum hér á landi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×