Erlent

Þúsundir flýja heimili sín vegna eldanna

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Perth er í vesturhluta Ástralíu en aðeins er um ár síðan milljónir hektara brunnu í austurhluta landsins.
Perth er í vesturhluta Ástralíu en aðeins er um ár síðan milljónir hektara brunnu í austurhluta landsins. AP/Evan Collis

Þúsundir íbúa í áströlsku borginni Perth hafa verið hvattir til að yfirgefa heimili sín vegna mikilla elda sem brenna í grennd við borgina.

Fólkinu er boðið að koma í sérstakar fjöldahjálparmiðstöðvar en útgöngubann er í gildi á svæðinu vegna kórónuveirusmits sem kom upp í Perth á dögunum, sem flækir málin. Fram að smitinu hafði svæðið verið laust við kórónuveirusmit í tíu mánuði.

Eldarnir sem nú loga hafa eyðilagt rúmlega níu þúsund hektara svæðis og 71 íbúðarhús hefur orðið þeim að bráð, að því er segir í frétt BBC. 

Perth er í vesturhluta Ástralíu en aðeins er um ár síðan milljónir hektara brunnu í austurhluta landsins.


Tengdar fréttir

Mikir gróður­eldar í ná­grenni Perth

Miklir skógar- og kjarreldar loga nú í nágrenni áströlsku borgarinnar Perth í vesturhluta landsins en þar eru allir íbúar í útgöngubanni vegna kórónuveirusmits sem upp kom á dögunum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.