Innlent

Hélt grunuðum þjófi þar til lögregla kom

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögregla handtók grunaðan þjóf í Hafnarfirði í nótt.
Lögregla handtók grunaðan þjóf í Hafnarfirði í nótt. Vísir/Vilhelm

Um klukkan hálffjögur í nótt var óskað eftir aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem þjófi var haldið í Hafnarfirði.

Í dagbók lögreglu segir að ungur maður hafi veri handtekinn á vettvangi grunaður um innbrot í bíl.

Íbúi sá þar sem ungi maðurinn var kominn inn í bílinn og var að róta. Það kom til átaka á milli íbúans og hins grunaða og var ungi maðurinn í tökum þegar lögregla kom á staðinn. Hann var færður í fangageymslu.

Upp úr klukkan fimm síðdegis í gær var tilkynnt um þjófnað á bíl í Árbæ. Bifreiðin var síðan stöðvuð klukkan 21:40 og var þá í Austurbænum.

Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur án ökuréttinda. Þá var maðurinn sem grunaður var um að hafa stolið bílnum farþegi í bifreiðinni. Hann var handtekinn og færður í fangageymslu.

Skömmu fyrir klukkan hálfsex var tilkynnt um umferðaróhapp í Austurbænum. Þar var bíl ekið í veg fyrir fjórtán ára dreng á rafskútu.

Drengurinn kenndi eymsla í ökkla var og fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku. Hringt var í móður drengsins og henni kynnt óhappið auk þess sem tilkynning var send til barnaverndar að því er fram kemur í dagbók lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×