Segir umgjörðina hjá Val svipaða og hjá sterkum liðum á Norðurlöndunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. febrúar 2021 16:30 Arnór Smárason leikur í fyrsta sinn með meistaraflokki á Íslandi í sumar. vísir/sigurjón ólason Arnór Smárason segir að aðstaðan og umgjörðin hjá Val sé sambærileg því sem hann kynntist á ferli sínum sem atvinnumaður. Arnór gekk í raðir Vals í vetur eftir sextán ár í atvinnumennsku. Skagamaðurinn fór til Heereveen í Hollandi þegar hann var sextán ára en hann hefur aldrei leikið með meistaraflokki á Íslandi. „Ég er að koma inn í mjög svipað umhverfi og ég er búinn að vera í mörgum af þessum félögum erlendis. Það er rosalega vel að þessu staðið hjá Val. Þetta er greinilega félag með mikinn metnað, maður finnur það þegar maður kemur hingað á Hlíðarenda að það er einhver stemmning í loftinu og menn vilja gera þetta almennilega. Það smitar út frá sér,“ sagði Arnór í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Arnór segir að aðstaðan og allt umhverfi hjá standist sterkum liðum á Norðurlöndunum snúning. Enn flottara en ég hélt „Ég myndi segja það, klárlega. Heimir [Guðjónsson] er þekktur fyrir að vilja hafa mikið tempó á æfingum og menn eru tilbúnir að leggja það á sig og vera klárir þegar alvaran byrjar,“ sagði Arnór. „Mér finnst þetta vera ennþá flottara heldur en ég hélt. Þetta er mjög atvinnumannalegt. Þetta er komið á skandinavískt stig hvað varðar aðstöðu, umgjörð og gæði inni á vellinum. Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun, að hafa komið í Val. Ég er mjög spenntur fyrir sumrinu.“ Spil og píla Valsmenn æfa tvisvar á dag á þriðjudögum og fimmtudögum. Þá eru leikmenn liðsins saman góðan hluta dagsins eins og um venjulegan átta tíma vinnudag væri að ræða. „Mér finnst þetta koma mjög vel út. Við mætum snemma í morgunmat, förum saman út á æfingu og erum svo saman í hádegismat og höfum góðan frítíma áður en seinni æfingin byrjar. Menn taka í spil og henda pílum. Þjálfarinn getur tekið auka fundi. Það eru margir möguleikar,“ sagði Arnór að endingu. Klippa: Sportpakkinn - Arnór um Val Pepsi Max-deild karla Valur Sportpakkinn Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Handbolti Fleiri fréttir Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Sjá meira
Arnór gekk í raðir Vals í vetur eftir sextán ár í atvinnumennsku. Skagamaðurinn fór til Heereveen í Hollandi þegar hann var sextán ára en hann hefur aldrei leikið með meistaraflokki á Íslandi. „Ég er að koma inn í mjög svipað umhverfi og ég er búinn að vera í mörgum af þessum félögum erlendis. Það er rosalega vel að þessu staðið hjá Val. Þetta er greinilega félag með mikinn metnað, maður finnur það þegar maður kemur hingað á Hlíðarenda að það er einhver stemmning í loftinu og menn vilja gera þetta almennilega. Það smitar út frá sér,“ sagði Arnór í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Arnór segir að aðstaðan og allt umhverfi hjá standist sterkum liðum á Norðurlöndunum snúning. Enn flottara en ég hélt „Ég myndi segja það, klárlega. Heimir [Guðjónsson] er þekktur fyrir að vilja hafa mikið tempó á æfingum og menn eru tilbúnir að leggja það á sig og vera klárir þegar alvaran byrjar,“ sagði Arnór. „Mér finnst þetta vera ennþá flottara heldur en ég hélt. Þetta er mjög atvinnumannalegt. Þetta er komið á skandinavískt stig hvað varðar aðstöðu, umgjörð og gæði inni á vellinum. Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun, að hafa komið í Val. Ég er mjög spenntur fyrir sumrinu.“ Spil og píla Valsmenn æfa tvisvar á dag á þriðjudögum og fimmtudögum. Þá eru leikmenn liðsins saman góðan hluta dagsins eins og um venjulegan átta tíma vinnudag væri að ræða. „Mér finnst þetta koma mjög vel út. Við mætum snemma í morgunmat, förum saman út á æfingu og erum svo saman í hádegismat og höfum góðan frítíma áður en seinni æfingin byrjar. Menn taka í spil og henda pílum. Þjálfarinn getur tekið auka fundi. Það eru margir möguleikar,“ sagði Arnór að endingu. Klippa: Sportpakkinn - Arnór um Val
Pepsi Max-deild karla Valur Sportpakkinn Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Handbolti Fleiri fréttir Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Sjá meira