Vísindamenn segja breska afbrigðið hafa stökkbreyst að nýju Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 13:41 Vísindamenn segja of snemmt að segja til um hvort þau bóluefni sem í notkun eru dugi gegn afbrigðinu. Vinna er þegar hafin við að þróa næstu kynslóð bóluefnis sem tekur mið af nýjum afbrigðum veirunnar. Vísir/getty Vísindamenn á Bretlandi segja að erfðaefni hins svokallaða breska afbrigðis veirunnar hafi tekið breytingum að undanförnu sem valdi þeim áhyggjum. Raðgreining breska afbrigðisins sýnir að það hafi stökkbreyst en nýja afbrigðið kallast E484K. Um ellefu tilfelli af E484K hafa nú fundist á Bretlandseyjum. Vísindamenn segja of snemmt að segja til um hvort þau bóluefni sem í notkun eru dugi gegn afbrigðinu. Þegar hefur verið gripið til hertra aðgerða í Bretlandi en í gær fór í gang markviss skimun fyrir suður-afríska afbrigðinu sem fannst á nokkrum svæðum en ekki reyndist unnt að rekja smitin líkt og áður. Í ljósi þess óttast sóttvarnayfirvöld að suður-afríska afbrigðið sé í útbreiðslu í samfélaginu en vísbendingar eru um að bóluefni dugi ekki nægilega vel gegn afbrigðinu. Þetta sýna til dæmis þriðja fasa rannsóknir bóluefnis Janssen. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Julian Tang, veirusérfræðingi við háskólann í Leicester, að nú sé afar mikilvægt að fólk fari eftir sóttvarnareglum til að reyna að koma í veg fyrir að veiran stökkbreytist enn frekar. Því séu persónulegar sóttvarnir með því mikilvægasta sem almenningur getur gert til að draga úr útbreiðslu. Jafnvel þótt kæmi í ljós að einhver bóluefni dugi ekki gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar er vinna þegar hafin við að þróa næstu kynslóð bóluefnis sem tekur mið af nýjum afbrigðum. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Markviss skimun af ótta við útbreiðslu suður-afríska afbrigðisins Markviss skimun eftir suður-afríska afbrigðinu svokallaða er hafin á nokkrum svæðum í Bretlandi eftir að afbrigðið greindist án þess að hægt væri að rekja það. 1. febrúar 2021 14:37 Bóluefni Janssen með 66 prósent virkni Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen sýna að bóluefnið hefur 66% virkni gegn kórónuveirunni en allt að 72% virkni í Bandaríkjunum. 29. janúar 2021 15:31 „Vekur miklar vonir um það að við náum hraðar hjarðónæmi“ Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans, segir niðurstöður rannsókna á bóluefnum AstraZeneca og Janssen lofa góðu. Hann sé bjartsýnn á virkni þeirra og telur þau hafa sambærilega virkni og bóluefni Pfizer og Moderna. 30. janúar 2021 16:31 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Raðgreining breska afbrigðisins sýnir að það hafi stökkbreyst en nýja afbrigðið kallast E484K. Um ellefu tilfelli af E484K hafa nú fundist á Bretlandseyjum. Vísindamenn segja of snemmt að segja til um hvort þau bóluefni sem í notkun eru dugi gegn afbrigðinu. Þegar hefur verið gripið til hertra aðgerða í Bretlandi en í gær fór í gang markviss skimun fyrir suður-afríska afbrigðinu sem fannst á nokkrum svæðum en ekki reyndist unnt að rekja smitin líkt og áður. Í ljósi þess óttast sóttvarnayfirvöld að suður-afríska afbrigðið sé í útbreiðslu í samfélaginu en vísbendingar eru um að bóluefni dugi ekki nægilega vel gegn afbrigðinu. Þetta sýna til dæmis þriðja fasa rannsóknir bóluefnis Janssen. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Julian Tang, veirusérfræðingi við háskólann í Leicester, að nú sé afar mikilvægt að fólk fari eftir sóttvarnareglum til að reyna að koma í veg fyrir að veiran stökkbreytist enn frekar. Því séu persónulegar sóttvarnir með því mikilvægasta sem almenningur getur gert til að draga úr útbreiðslu. Jafnvel þótt kæmi í ljós að einhver bóluefni dugi ekki gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar er vinna þegar hafin við að þróa næstu kynslóð bóluefnis sem tekur mið af nýjum afbrigðum.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Markviss skimun af ótta við útbreiðslu suður-afríska afbrigðisins Markviss skimun eftir suður-afríska afbrigðinu svokallaða er hafin á nokkrum svæðum í Bretlandi eftir að afbrigðið greindist án þess að hægt væri að rekja það. 1. febrúar 2021 14:37 Bóluefni Janssen með 66 prósent virkni Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen sýna að bóluefnið hefur 66% virkni gegn kórónuveirunni en allt að 72% virkni í Bandaríkjunum. 29. janúar 2021 15:31 „Vekur miklar vonir um það að við náum hraðar hjarðónæmi“ Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans, segir niðurstöður rannsókna á bóluefnum AstraZeneca og Janssen lofa góðu. Hann sé bjartsýnn á virkni þeirra og telur þau hafa sambærilega virkni og bóluefni Pfizer og Moderna. 30. janúar 2021 16:31 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Markviss skimun af ótta við útbreiðslu suður-afríska afbrigðisins Markviss skimun eftir suður-afríska afbrigðinu svokallaða er hafin á nokkrum svæðum í Bretlandi eftir að afbrigðið greindist án þess að hægt væri að rekja það. 1. febrúar 2021 14:37
Bóluefni Janssen með 66 prósent virkni Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen sýna að bóluefnið hefur 66% virkni gegn kórónuveirunni en allt að 72% virkni í Bandaríkjunum. 29. janúar 2021 15:31
„Vekur miklar vonir um það að við náum hraðar hjarðónæmi“ Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans, segir niðurstöður rannsókna á bóluefnum AstraZeneca og Janssen lofa góðu. Hann sé bjartsýnn á virkni þeirra og telur þau hafa sambærilega virkni og bóluefni Pfizer og Moderna. 30. janúar 2021 16:31