Flugmenn Icelandair búa sig undir að fljúga Maxinum á ný Kristján Már Unnarsson skrifar 1. febrúar 2021 22:15 Þórarinn Hjálmarsson, flotastjóri Boeing 737, ræðir við fréttamann í flughermi Icelandair. Arnar Halldórsson Flugmenn Icelandair gangast núna undir endurþjálfun á Boeing 737 Max-þotur eftir að Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti nærri tveggja ára flugbanni í síðustu viku. Félagið hyggst byrja að ferja þoturnar aftur til Íslands í kringum næstu helgi. Fimmtán mánuðir eru frá því Icelandair ferjaði fimm af sex Max-vélum sínum til geymslu á Spáni. En núna er komið að því að sækja þær aftur. Í þjálfunarsetri félagsins að Flugvöllum í Hafnarfirði er byrjað að þjálfa flugmennina í flughermi, sem búið er að uppfæra í samræmi við nýja verkferla, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. „Flugeftirlitsstofnun Evrópu hefur sett ákveðin skilyrði og ákveðnar kröfur varðandi þjálfun, sem við erum búin að bæta inn í okkar þjálfun,“ segir Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair. Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair.Arnar Halldórsson Flugstjórinn og flotastjórinn Þórarinn Hjálmarsson æfði flugtak og klifur í flugherminum. En getur hann sagt farþegum að það sé óhætt að ferðast með þessari flugvél? „Ég held að það sé ekki nokkur spurning. Og allir þeir aðilar, sem hafa komið að þessum breytingum og þessari yfirferð - það er ekki nokkur maður þar sem myndi þora að setja þessa flugvél í loftið nema að vera 110 prósent viss um að það sé allt í fínu standi. Og þessar breytingar sem Boeing hefur gert geri það að verkum að það er útilokað að lenda í samskonar áfalli og slysum eins og gerðust þarna á sínum tíma,“ segir Þórarinn. Þórarinn Hjálmarsson er flugstjóri og flotastjóri Boeing 737 Max-véla Icelandair.Arnar Halldórsson Flugvirkjar Icelandair eru þegar komnir til Spánar til að gera fyrstu vélarnar klárar fyrir heimflug. „Við eigum von á því að getað ferjað vélarnar heim öðru hvoru megin við næstu helgi. Það er stefnt að því, ef allt gengur upp,“ segir Haukur. Áformað sé að Maxinn fari svo að flytja farþega Icelandair með vorinu. „Vélin er búin að fara í gegnum mjög ítarlegt endursamþykktaferli af hálfu bestu sérfræðinga í heiminum; eftirlitsstofnana, Boeing, verkfræðinga, NASA og fleiri óháðra aðila. Þannig að við lítum svo á að vélin sé örugg og góð vél og því óhætt að fljúga í henni,“ segir flugrekstrarstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Icelandair Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvirkjar Icelandair byrjaðir að búa fyrstu MAX-vélina undir flug Flugvirkjar eru fjölmennsta flugstéttin hjá Icelandair um þessar mundir. Tvær umfangsmiklar stórskoðanir standa yfir í viðhaldsstöð félagsins Keflavík auk sem byrjað er að gera fyrstu MAX-vélina klára fyrir flug á ný. 27. janúar 2021 21:13 Áforma að ferja tvær Boeing 737 Max-þotur til Íslands í næstu viku Icelandair er byrjað að undirbúa endurkomu Boeing 737 MAX-véla félagsins inn í flugreksturinn eftir að Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti kyrrsetningu vélanna síðastliðinn miðvikudag. Stefnt er að því að tveimur MAX-þotum verði flogið frá Spáni til Íslands í síðari hluta næstu viku. 29. janúar 2021 14:11 Boeing 737 Max fá græna ljósið í Evrópu Flugöryggisstofnun Evrópu hefur gefið græna ljósið á að Boeing 737 Max flugvélarnar geti flogið um loftin blá í Evrópu. Þar með er 22 mánaða banni á flugvélunum lokið í kjölfar tveggja flugslysa sem kostuðu 346 manns lífið. 27. janúar 2021 12:30 MAX-vélarnar fá grænt ljós í Bandaríkjunum Bandarísk flugmálayfirvöld hafa aflétt nærri tveggja ára löngu flugbanni á Boeing 737 MAX flugvélarnar. Afléttingin gildir um Bandaríkin. 18. nóvember 2020 13:04 Flughermir Icelandair uppfærður fyrir breytingar á MAX Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir uppfærslur á flughermi félagsins á Flugvöllum í Hafnarfirði vegna MAX flugvélanna hafa verið vottaðan í lok þar síðustu viku. Félagið geti því byrjað að þjálfa flugmenn á Boeing 737 MAX flugvélarnar. 19. janúar 2021 13:57 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Fimmtán mánuðir eru frá því Icelandair ferjaði fimm af sex Max-vélum sínum til geymslu á Spáni. En núna er komið að því að sækja þær aftur. Í þjálfunarsetri félagsins að Flugvöllum í Hafnarfirði er byrjað að þjálfa flugmennina í flughermi, sem búið er að uppfæra í samræmi við nýja verkferla, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. „Flugeftirlitsstofnun Evrópu hefur sett ákveðin skilyrði og ákveðnar kröfur varðandi þjálfun, sem við erum búin að bæta inn í okkar þjálfun,“ segir Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair. Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair.Arnar Halldórsson Flugstjórinn og flotastjórinn Þórarinn Hjálmarsson æfði flugtak og klifur í flugherminum. En getur hann sagt farþegum að það sé óhætt að ferðast með þessari flugvél? „Ég held að það sé ekki nokkur spurning. Og allir þeir aðilar, sem hafa komið að þessum breytingum og þessari yfirferð - það er ekki nokkur maður þar sem myndi þora að setja þessa flugvél í loftið nema að vera 110 prósent viss um að það sé allt í fínu standi. Og þessar breytingar sem Boeing hefur gert geri það að verkum að það er útilokað að lenda í samskonar áfalli og slysum eins og gerðust þarna á sínum tíma,“ segir Þórarinn. Þórarinn Hjálmarsson er flugstjóri og flotastjóri Boeing 737 Max-véla Icelandair.Arnar Halldórsson Flugvirkjar Icelandair eru þegar komnir til Spánar til að gera fyrstu vélarnar klárar fyrir heimflug. „Við eigum von á því að getað ferjað vélarnar heim öðru hvoru megin við næstu helgi. Það er stefnt að því, ef allt gengur upp,“ segir Haukur. Áformað sé að Maxinn fari svo að flytja farþega Icelandair með vorinu. „Vélin er búin að fara í gegnum mjög ítarlegt endursamþykktaferli af hálfu bestu sérfræðinga í heiminum; eftirlitsstofnana, Boeing, verkfræðinga, NASA og fleiri óháðra aðila. Þannig að við lítum svo á að vélin sé örugg og góð vél og því óhætt að fljúga í henni,“ segir flugrekstrarstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Icelandair Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvirkjar Icelandair byrjaðir að búa fyrstu MAX-vélina undir flug Flugvirkjar eru fjölmennsta flugstéttin hjá Icelandair um þessar mundir. Tvær umfangsmiklar stórskoðanir standa yfir í viðhaldsstöð félagsins Keflavík auk sem byrjað er að gera fyrstu MAX-vélina klára fyrir flug á ný. 27. janúar 2021 21:13 Áforma að ferja tvær Boeing 737 Max-þotur til Íslands í næstu viku Icelandair er byrjað að undirbúa endurkomu Boeing 737 MAX-véla félagsins inn í flugreksturinn eftir að Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti kyrrsetningu vélanna síðastliðinn miðvikudag. Stefnt er að því að tveimur MAX-þotum verði flogið frá Spáni til Íslands í síðari hluta næstu viku. 29. janúar 2021 14:11 Boeing 737 Max fá græna ljósið í Evrópu Flugöryggisstofnun Evrópu hefur gefið græna ljósið á að Boeing 737 Max flugvélarnar geti flogið um loftin blá í Evrópu. Þar með er 22 mánaða banni á flugvélunum lokið í kjölfar tveggja flugslysa sem kostuðu 346 manns lífið. 27. janúar 2021 12:30 MAX-vélarnar fá grænt ljós í Bandaríkjunum Bandarísk flugmálayfirvöld hafa aflétt nærri tveggja ára löngu flugbanni á Boeing 737 MAX flugvélarnar. Afléttingin gildir um Bandaríkin. 18. nóvember 2020 13:04 Flughermir Icelandair uppfærður fyrir breytingar á MAX Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir uppfærslur á flughermi félagsins á Flugvöllum í Hafnarfirði vegna MAX flugvélanna hafa verið vottaðan í lok þar síðustu viku. Félagið geti því byrjað að þjálfa flugmenn á Boeing 737 MAX flugvélarnar. 19. janúar 2021 13:57 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Flugvirkjar Icelandair byrjaðir að búa fyrstu MAX-vélina undir flug Flugvirkjar eru fjölmennsta flugstéttin hjá Icelandair um þessar mundir. Tvær umfangsmiklar stórskoðanir standa yfir í viðhaldsstöð félagsins Keflavík auk sem byrjað er að gera fyrstu MAX-vélina klára fyrir flug á ný. 27. janúar 2021 21:13
Áforma að ferja tvær Boeing 737 Max-þotur til Íslands í næstu viku Icelandair er byrjað að undirbúa endurkomu Boeing 737 MAX-véla félagsins inn í flugreksturinn eftir að Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti kyrrsetningu vélanna síðastliðinn miðvikudag. Stefnt er að því að tveimur MAX-þotum verði flogið frá Spáni til Íslands í síðari hluta næstu viku. 29. janúar 2021 14:11
Boeing 737 Max fá græna ljósið í Evrópu Flugöryggisstofnun Evrópu hefur gefið græna ljósið á að Boeing 737 Max flugvélarnar geti flogið um loftin blá í Evrópu. Þar með er 22 mánaða banni á flugvélunum lokið í kjölfar tveggja flugslysa sem kostuðu 346 manns lífið. 27. janúar 2021 12:30
MAX-vélarnar fá grænt ljós í Bandaríkjunum Bandarísk flugmálayfirvöld hafa aflétt nærri tveggja ára löngu flugbanni á Boeing 737 MAX flugvélarnar. Afléttingin gildir um Bandaríkin. 18. nóvember 2020 13:04
Flughermir Icelandair uppfærður fyrir breytingar á MAX Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir uppfærslur á flughermi félagsins á Flugvöllum í Hafnarfirði vegna MAX flugvélanna hafa verið vottaðan í lok þar síðustu viku. Félagið geti því byrjað að þjálfa flugmenn á Boeing 737 MAX flugvélarnar. 19. janúar 2021 13:57