Viðskipti

Áforma að ferja tvær Boeing 737 Max-þotur til Íslands í næstu viku

Kristján Már Unnarsson skrifar
Fimm Boeing MAX-þotur Icelandair hafa verið í geymslu á flugvelli í Katalóniu á norðaustur Spáni.
Fimm Boeing MAX-þotur Icelandair hafa verið í geymslu á flugvelli í Katalóniu á norðaustur Spáni. Mynd/Þórarinn Hjálmarsson, Icelandair.

Icelandair er byrjað að undirbúa endurkomu Boeing 737 MAX-véla félagsins inn í flugreksturinn eftir að Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti kyrrsetningu vélanna síðastliðinn miðvikudag. Stefnt er að því að tveimur MAX-þotum verði flogið frá Spáni til Íslands í síðari hluta næstu viku.

Breska flugmálastjórnin aflétti flugbanninu einnig sama dag og sú evrópska. Þar með hafa allar helstu flugöryggisstofnanir á Vesturlöndum heimilað flug vélanna en áður voru Bandaríkin, Kanada og Brasilía búnar að samþykkja flug þeirra. Þetta þýðir að allir áætlunarstaðir Icelandair eru komnir með grænt ljós á Maxinn.

MAX-þotan Mývatn gerð klár fyrir flug til Spánar í október 2019.Kristján Már Unnarsson

Fimm af sex MAX vélum Icelandair hafa verið í geymslu á Spáni undanfarin misseri en þangað var þeim fyrstu flogið í október 2019. En núna styttist í að þær verði sóttar þangað aftur. Undirbúningur fyrir ferjuflug til Íslands er hafinn.

„Gert er ráð fyrir að tvær vélar verði ferjaðar til Íslands seinnipartinn í næstu viku,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.

„Fjórir Icelandair-flugmenn hafa að undanförnu farið í gegnum umfangsmikla þjálfun, bæði bóklega og í flughermi, og eru tilbúnir í þetta verkefni."

Flugtaksbrun Boeing 737 MAX-þotu Icelandair kvikmyndað Keflavíkurflugvelli.Kristján Már Unnarsson

„Samkvæmt kröfum flugmálayfirvalda verða ákveðin viðhaldsverk framkvæmd áður en vélarnar verði fluttar til landsins. Þegar hingað er komið taka við áframhaldandi uppfærslur á vélunum og þjálfun flugmanna,“ segir Ásdís.

Áður hefur komið fram að Icelandair gerir ráð fyrir að taka vélarnar aftur í rekstur á vormánuðum.

Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá 11. október 2019 þegar fyrstu MAX-vél Icelandair var flogið til geymslu á Spáni:


Tengdar fréttir

Boeing 737 Max fá græna ljósið í Evrópu

Flugöryggisstofnun Evrópu hefur gefið græna ljósið á að Boeing 737 Max flugvélarnar geti flogið um loftin blá í Evrópu. Þar með er 22 mánaða banni á flugvélunum lokið í kjölfar tveggja flugslysa sem kostuðu 346 manns lífið.

Flughermir Icelandair uppfærður fyrir breytingar á MAX

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir uppfærslur á flughermi félagsins á Flugvöllum í Hafnarfirði vegna MAX flugvélanna hafa verið vottaðan í lok þar síðustu viku. Félagið geti því byrjað að þjálfa flugmenn á Boeing 737 MAX flugvélarnar.

MAX-vélar Icelandair teknar í notkun næsta vor

Forstjóri Icelandair Group segir að miðað við fjölda flugferða í núverandi ástandi sé Icelandair með nægilega margar vélar til að anna áætluninni. Bandarísk flugmálayfirvöld gáfu MAX-vélunum grænt ljós til að fljúga á ný í gær.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
5,33
12
19.164
BRIM
4,76
17
260.514
ORIGO
2,41
18
252.150
VIS
2,21
6
57.872
EIM
2,05
2
15.025

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,2
70
49.732
HAGA
-1,01
8
100.242
ARION
-0,79
23
160.956
MAREL
-0,68
12
30.098
LEQ
-0,43
2
5.475
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.