Flugvirkjar Icelandair byrjaðir að búa fyrstu MAX-vélina undir flug Kristján Már Unnarsson skrifar 27. janúar 2021 21:13 Hörður Már Harðarson, tæknistjóri viðhaldsstöðvar Icelandair. Egill Aðalsteinsson Flugvirkjar eru fjölmennsta flugstéttin hjá Icelandair um þessar mundir. Tvær umfangsmiklar stórskoðanir standa yfir í viðhaldsstöð félagsins Keflavík auk sem byrjað er að gera fyrstu MAX-vélina klára fyrir flug á ný. Flugskýlin á Keflavíkurflugvelli eru með stærri byggingum á landinu. Í skýlum Icelandair eru hátt í tvöhundruð manns að störfum þessa dagana. Á sama tíma og millilandaflug er nánast lamað vinna flugvirkjar við alls fimm þotur í tveimur skýlum Icelandair en jafnframt sinna þeir þremur þotum í gömlu Varnarliðsskýli, en um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. „Það er afar ánægjulegt að geta verið með svo mikla starfsemi og haft svona mikið af öflugu og góðu fólki í vinnu. Það er akkúrat það sem er í gangi hér núna. Við erum að reyna að nýta mannskapinn og framkvæma fullt af hlutum sem nú gefst tækifæri til að gera,“ segir Hörður Már Harðarson, tæknistjóri viðhaldsstöðvar Icelandair. Boeing 757 í C-skoðun í skýli Icelandair.Egill Aðalsteinsson Langmesta vinnan er við svokallaða C-skoðun en að þessu sinni gangast tvær þotur undir slíka stórskoðun. „Þetta er óvenju stórt. Hver C-skoðun tekur á bilinu tíu þúsund til fimmtán þúsund manntíma. Þannig að þetta er svona eins og gott fjölbýlishús sem verið er að byggja hér í sitthvoru flugskýlinu.“ Einnig kyrrstæðar vélar í langtímageymslu þurfa sitt viðhald. „Það má segja að það þarf að eiga við þessar vélar sem eru í geymsluprógrammi nánast á hverjum einasta degi. Þannig að það er heilmikil vinna sem fylgir því að viðhalda þeim vélum.“ Boeing 737 MAX, Dyrhólaey, gerð klár fyrir flug á ný.Egill Aðalsteinsson Og svo þarf að koma MAX-flotanum á flug fyrir vorið en í flugskýlinu er hafin vinna við að gera fyrstu vélina klára. „Við erum byrjaðir að huga að því og það er heilmikil undirbúningsvinna sem þarf að eiga sér stað. Það þarf að þjálfa mannskapinn upp og fara yfir þau verkefni sem þarf að framkvæma. Þannig að: Já, við erum byrjaðir á því,“ segir tæknistjóri viðhaldsstöðvar Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Icelandair Boeing Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. 27. janúar 2021 10:50 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Flugskýlin á Keflavíkurflugvelli eru með stærri byggingum á landinu. Í skýlum Icelandair eru hátt í tvöhundruð manns að störfum þessa dagana. Á sama tíma og millilandaflug er nánast lamað vinna flugvirkjar við alls fimm þotur í tveimur skýlum Icelandair en jafnframt sinna þeir þremur þotum í gömlu Varnarliðsskýli, en um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. „Það er afar ánægjulegt að geta verið með svo mikla starfsemi og haft svona mikið af öflugu og góðu fólki í vinnu. Það er akkúrat það sem er í gangi hér núna. Við erum að reyna að nýta mannskapinn og framkvæma fullt af hlutum sem nú gefst tækifæri til að gera,“ segir Hörður Már Harðarson, tæknistjóri viðhaldsstöðvar Icelandair. Boeing 757 í C-skoðun í skýli Icelandair.Egill Aðalsteinsson Langmesta vinnan er við svokallaða C-skoðun en að þessu sinni gangast tvær þotur undir slíka stórskoðun. „Þetta er óvenju stórt. Hver C-skoðun tekur á bilinu tíu þúsund til fimmtán þúsund manntíma. Þannig að þetta er svona eins og gott fjölbýlishús sem verið er að byggja hér í sitthvoru flugskýlinu.“ Einnig kyrrstæðar vélar í langtímageymslu þurfa sitt viðhald. „Það má segja að það þarf að eiga við þessar vélar sem eru í geymsluprógrammi nánast á hverjum einasta degi. Þannig að það er heilmikil vinna sem fylgir því að viðhalda þeim vélum.“ Boeing 737 MAX, Dyrhólaey, gerð klár fyrir flug á ný.Egill Aðalsteinsson Og svo þarf að koma MAX-flotanum á flug fyrir vorið en í flugskýlinu er hafin vinna við að gera fyrstu vélina klára. „Við erum byrjaðir að huga að því og það er heilmikil undirbúningsvinna sem þarf að eiga sér stað. Það þarf að þjálfa mannskapinn upp og fara yfir þau verkefni sem þarf að framkvæma. Þannig að: Já, við erum byrjaðir á því,“ segir tæknistjóri viðhaldsstöðvar Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Icelandair Boeing Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. 27. janúar 2021 10:50 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. 27. janúar 2021 10:50