Innlent

Saumarnir teknir úr Guð­mundi Felix

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Saumarnir hafa verið teknir úr Guðmundi Felix eftir að hann gekkst undir handleggjaágræðslu fyrir rúmum tveimur vikum.
Saumarnir hafa verið teknir úr Guðmundi Felix eftir að hann gekkst undir handleggjaágræðslu fyrir rúmum tveimur vikum. Vísir

Saumarnir hafa verið fjarlægðir úr Guðmundi Felix Grétarssyni, sem gekk nýverið undir handleggjaágræðslu í Frakklandi. Guðmundur birtir á Facebook-síðu sinni myndir af því hvernig axlirnar líta út eftir að saumarnir voru teknir.

Guðmundur gekkst undir aðgerðina um miðjan janúar og fór hann af gjörgæslu um viku síðar.

So this is how it looks after they have removed the stitches today #armstransplant #greffedebras #newhands...

Posted by Felix Gretarsson - Coaching on Monday, February 1, 2021

Guðmundur var aðeins 26 ára gamall þegar hann missti báða handleggina í vinnuslysi. Hann starfaði þá sem rafvirki og hafði verið að vinna við háspennulínu skammt frá Hafravatni þegar hann varð fyrir raflosti og slasaðist lífshættulega. Hann hefur verið opinskár um slysið í gegnum tíðina og hafði verið á biðlista eftir aðgerð í fimm ár.


Tengdar fréttir

„Ég ætla að hugsa vel um hendurnar hans“

Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi í síðustu viku, braggast vel eftir aðgerðina. Hann hlakkar mest til að verða sjálfbjarga á ný og er hæstánægður með nýju hendurnar, sem hann segir meira að segja dálítið líkar höndunum sem hann missti.

Blóð­flæði í öllum fingrum eftir að­gerðina

Guðmundur Felix Grétarsson er með blóðflæði í öllum fingrum eftir handleggjaágræðslu sem hann gekkst undir í síðustu viku. Frá þessu er greint á Facebook-síðu hans í kvöld.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.