Steinhissa og kveðst ekki vita hvort Kjartan laug Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2021 11:31 Kjartan Henry Finnbogason með boltann í leik með Horsens gegn Bröndby. Getty/Lars Ronbog Danska knattspyrnufélagið Horsens samþykkti beiðni Kjartans Henry Finnbogasonar um riftun samnings svo að hann gæti farið heim til Íslands. Íþróttastjóri Horsens var því steinhissa þegar tilkynnt var í morgun að Kjartan yrði áfram í Danmörku enn um sinn. Esbjerg, sem leikur undir stjórn Ólafs Kristjánssonar í næstefstu deild Danmerkur, tilkynnti í morgun að félagið hefði gert samning við Kjartan sem gildir til 30. júní. Aðeins tveir dagar eru síðan að hann fékk samningnum við Horsens rift. Í viðtali við Fótbolta.net segir Kjartan að hlutirnir hafi gerst hratt eftir að samningnum var rift. Ólafur Kristjánsson hafi þá haft samband. „Tímabilið heima byrjar ekki fyrr en í byrjun maí. Ég vildi ekki bora í nefið í febrúar og mars á meðan við erum að pakka hérna úti og koma fjölskyldunni heim,“ sagði Kjartan við Fótbolta.net. Kjartan segist hafa heyrt í íslenskum knattspyrnufélögum en að það „þyrfti ansi mikið til“ svo að hann færi í annað lið en KR á Íslandi. Þá sé ekki útilokað að hann framlengi samninginn við Esbjerg, þó að líklegast sé að hann komi heim, hugsanlega í kringum upphaf Íslandsmótsins í vor en annars þegar félagskiptaglugginn opnist aftur 1. júlí. Segir Kjartan hafa lýst yfir skýrum vilja til að fara frá Danmörku Ljóst er að það kemur forráðamönnum og stuðningsmönnum Horsens rækilega á óvart að Kjartan ætli að spila áfram í Danmörku næstu mánuðina, eftir að hafa fengið samningi sínum rift á þeim forsendum að hann væri á leið heim til Íslands. „Ég verð að viðurkenna að þessu bjóst ég ekki við,“ sagði Niels Erik Söndergaard, íþróttastjóri Horsens, við Ekstrabladet. „Við settumst niður með Kjartani og hann gaf það skýrt til kynna að hann vildi fara heim til Íslands af persónulegum ástæðum, og að hann hefði engan áhuga á að spila áfram í Danmörku. Það kemur mér því verulega á óvart að hann skuli núna fara að spila í Esbjerg,“ sagði Söndergaard. Fljótt að breytast í fótboltaheiminum sem er stundum svolítið rotinn Söndergaard kveðst ekki bitur yfir niðurstöðunni en viðurkennir að þeir sem hafi verið lengur en hann hjá Esbjerg geti verið það. „Ég get bara sagt að hlutirnir eru fljótir að gerast í fótboltaheiminum, sem er stundum svolítið rotinn,“ sagði Söndergaard. En finnst honum Kjartan hafa logið til að losna undan samningi? „Það veit ég ekki. Kjartan verður að svara því hvað breyttist frá því að við töluðum saman, og hvað gerðist varðandi Esbjerg. Ég vil bara segja að ég er hissa en svo nær það ekki lengra,“ sagði Söndergaard. Danski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira
Esbjerg, sem leikur undir stjórn Ólafs Kristjánssonar í næstefstu deild Danmerkur, tilkynnti í morgun að félagið hefði gert samning við Kjartan sem gildir til 30. júní. Aðeins tveir dagar eru síðan að hann fékk samningnum við Horsens rift. Í viðtali við Fótbolta.net segir Kjartan að hlutirnir hafi gerst hratt eftir að samningnum var rift. Ólafur Kristjánsson hafi þá haft samband. „Tímabilið heima byrjar ekki fyrr en í byrjun maí. Ég vildi ekki bora í nefið í febrúar og mars á meðan við erum að pakka hérna úti og koma fjölskyldunni heim,“ sagði Kjartan við Fótbolta.net. Kjartan segist hafa heyrt í íslenskum knattspyrnufélögum en að það „þyrfti ansi mikið til“ svo að hann færi í annað lið en KR á Íslandi. Þá sé ekki útilokað að hann framlengi samninginn við Esbjerg, þó að líklegast sé að hann komi heim, hugsanlega í kringum upphaf Íslandsmótsins í vor en annars þegar félagskiptaglugginn opnist aftur 1. júlí. Segir Kjartan hafa lýst yfir skýrum vilja til að fara frá Danmörku Ljóst er að það kemur forráðamönnum og stuðningsmönnum Horsens rækilega á óvart að Kjartan ætli að spila áfram í Danmörku næstu mánuðina, eftir að hafa fengið samningi sínum rift á þeim forsendum að hann væri á leið heim til Íslands. „Ég verð að viðurkenna að þessu bjóst ég ekki við,“ sagði Niels Erik Söndergaard, íþróttastjóri Horsens, við Ekstrabladet. „Við settumst niður með Kjartani og hann gaf það skýrt til kynna að hann vildi fara heim til Íslands af persónulegum ástæðum, og að hann hefði engan áhuga á að spila áfram í Danmörku. Það kemur mér því verulega á óvart að hann skuli núna fara að spila í Esbjerg,“ sagði Söndergaard. Fljótt að breytast í fótboltaheiminum sem er stundum svolítið rotinn Söndergaard kveðst ekki bitur yfir niðurstöðunni en viðurkennir að þeir sem hafi verið lengur en hann hjá Esbjerg geti verið það. „Ég get bara sagt að hlutirnir eru fljótir að gerast í fótboltaheiminum, sem er stundum svolítið rotinn,“ sagði Söndergaard. En finnst honum Kjartan hafa logið til að losna undan samningi? „Það veit ég ekki. Kjartan verður að svara því hvað breyttist frá því að við töluðum saman, og hvað gerðist varðandi Esbjerg. Ég vil bara segja að ég er hissa en svo nær það ekki lengra,“ sagði Söndergaard.
Danski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira