Fótbolti

Gunnhildur Yrsa til Orlando Pride

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir með augun á boltanum í leik með Utah Royals.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir með augun á boltanum í leik með Utah Royals. VÍSIR/GETTY

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er gengin í raðir Orlando Pride frá Utah Royals í bandarísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Gunnhildur lék á Íslandi í sumar en hún kom að láni til Vals í sumar og lék með þeim í deildinni og Meistaradeildinni.

„Við erum mjög ánægð að fá Gunny í okkar hóp. Reynsla hennar, bæði í deildinni og í landsliðinu, mun breikka hópinn okkar með hennar hæfileikum,“ sagði Ian Fleming, framkvæmdastjóri Orlando.

Gunnhildur er uppalin hjá Stjörnunni en hún hefur leikið í meistaraflokki frá árinu 2003. Hún hefur svo leikið í Bandaríkjunum frá árinu 2018 en hún hefur einnig leikið í Noregi.

Gunnhildur er 32 ára og er fastamaður í íslenska landsliðinu sem tryggði sér sæti á EM 2022.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×