Innlent

Fékk hundrað þúsund króna sekt og hálf­sjálf­virkur riffill gerður upp­tækur

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Maðurinn var dæmdur til greiðslu hundrað þúsund króna sektar.
Maðurinn var dæmdur til greiðslu hundrað þúsund króna sektar. Vísir/Vilhelm

Karlmaður hefur verið sakfelldur Í Landsrétti fyrir vopnalagabrot með því að hafa í heimildarleysi átt og haft í vörslum sínum hálfsjálfvirkan riffil og rafstuðbyssu. Voru vopnin gerð upptæk og manninum gert að greiða hundrað þúsund króna sekt, eða sæta átta daga fangelsi.

Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa breytt eiginleikum riffilsins þannig að hann yrðir hálfsjálfvirkur en Landsréttur sýknaði hann af þeirri háttsemi.

Í dóminum er vísað til lögregluskýrslu þar sem segir að lögreglu hafi borist ábending um að svokölluðum DPMS-riffli í eigu mannsins hefði verið breytt þannig að hann virkaði sem hálfsjálfvirkur riffill. Við nánari skoðun reyndist það svo að pinni sem stýrir því riffillinn er einskota, hálfsjálfvirkur eða alsjálfvirkur hefði verið tekinn úr.

Riffillinn varð gerður upptækur, ásamt stuðbyssu sem maðurinn hafði í vörslum sínum, sem og aukahlutum fyrir riffilinn.

Taldi riffilinn löglegan 

Maðurinn greindi frá því að hann hefði keypt byssuna af byssusmið sem hefði tekið pinnann úr. Fyrir dómi kvaðst hinn ákærði þá hafa fengið þær up

plýsingar frá seljandanum að riffillinn hefði verið skráður fyrir lagabreytingu árið 2012 og væri því löglegur. Því hafi hann trúað. Landsréttur féllst ekki á þessi rök.

Fyrir dómi neitaði byssusmiðurinn því að hafa selt hinum ákærða vopnið hálfsjálfvirkt, og fullyrðir að á rifflinum hafi verið boltalás þegar hann var seldur. Ákærði kvaðst hins vegar ekki hafa þekkingu til að breyta vopninu. Maðurinn var sakfelldur af því að hafa breytt vopninu í Héraðsdómi Reykjavíkur, en Landsréttur sneri því við og sýknaði hann.

Landsréttur gerði manninum að greiða hundrað þúsund króna sekt eða sæta átta daga fangelsi. Þá var riffillinn gerður upptækur, ásamt rafstuðbyssu mannsins og þremur skotgeymum fyrir riffilinn. Ekki var fallist á upptöku annarra aukahluta fyrir riffilinn, hljóðdeyfis, slagskeftis og höggdeyfis. Þá var manninum gert að greiða þriðjung áfrýjunarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, eða 496 þúsund krónur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×