Ræðir við Þórólf um helgina um mögulegar afléttingar Birgir Olgeirsson skrifar 29. janúar 2021 18:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ásamt Ölmu Möller, landlækni, og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra skoðar með sóttvarnarlækni hvort tímabært sé að draga úr sóttvarnaraðgerðum vegna kórónuveirunnar. Ísland er í algjörri sérstöðu í Evrópu með litla nýgengni. Enginn greindist með veiruna innanlands í gær og er Ísland nú eina græna ríkið á lista sóttvarnastofnunar Evrópu. Heilbrigðisráðherra segir Ísland í algjörri sérstöðu í Evrópu. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu og ég held að þetta sé orðspor sem er mikilvægt fyrir okkur á alþjóðavísu og mikill gleðidagur að við séum farin að sýna grænt á þessu korti. Þetta endurspeglar hvað okkar hefur lánast vel með smitaðgerðir innanlands og á landamærunum. Við erum í algjörri sérstöðu í Evrópu. Það gerir það líka að verkum að við þurfum að byrja að skoða hvort rétt sé að taka fleiri varfærin skref til afléttingar,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún og Þórólfur ræddu saman í gær og munu ræða saman um helgina. Svandís segir til umræðu að ráðast í afléttingar fyrr. Hún vill ekki nefna dæmi um afléttingar. „Ég mun ekki nefna neitt ákveðið. Landsmenn þekkja þetta orðið. Þetta snýst um fjöldatakmörkun og ákveðna starfsemi. Við höfum áður létt á aðgerðum, gerðum það um vor sem leið, þegar faraldurinn fór niður. Þetta snýst um tiltekna starfsemi og fjölda.“ Heilbrigðisráðherra segir von á bóluefni Aztrazeneca til landsins 12. febrúar en ekki sé vitað hve margir skammtar berist. Alls hefur Ísland samið um 235 þúsund skammta frá fyrirtækinu. Þjóðverjar mæla ekki með Aztrazeneca fyrir fólk eldri en 64 ára en Lyfjastofnun Evrópu mælir með efninu fyrir alla fullorðna. „Við förum eftir þessum farvegi sem markaður er. Lyfjastofnun Evrópu ákveður þau skilmerki sem hvert bóluefni lítur og okkar lyfjastofnun fer síðan yfir það. Við förum í þennan farveg, við þurfum að gera það. Það eru gríðarlega mikið af spurningum og nýjum upplýsingum að berast á hverjum degi. Við þurfum að halda yfirvegun og nýta þá ferla sem við treystum.“ Tilkynnt var í dag að bóluefni Jansen hefði 66 prósenta virkni við veirunni. Ísland hefur tryggt ser 235 þúsund skammta af Jansen efninu. „Þetta er spennandi bóluefni því það lítur út fyrir að það þurfi bara nota það einu sinni fyrir hvern og einn. Það er útlit fyrir að það verði ekki eins seint á árinu og talað var um. En ég hef ekki frekari staðfestar upplýsingar en á þriðjudaginn var.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefni AstraZeneca fær grænt ljós hjá Lyfjastofnun Evrópu Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með útgáfu skilyrts markaðsleyfis fyrir bóluefni bresk-sænska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. 29. janúar 2021 15:19 Bóluefni Janssen með 66 prósent virkni Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen sýna að bóluefnið hefur 66% virkni gegn kórónuveirunni en allt að 72% virkni í Bandaríkjunum. 29. janúar 2021 15:31 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Enginn greindist með veiruna innanlands í gær og er Ísland nú eina græna ríkið á lista sóttvarnastofnunar Evrópu. Heilbrigðisráðherra segir Ísland í algjörri sérstöðu í Evrópu. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu og ég held að þetta sé orðspor sem er mikilvægt fyrir okkur á alþjóðavísu og mikill gleðidagur að við séum farin að sýna grænt á þessu korti. Þetta endurspeglar hvað okkar hefur lánast vel með smitaðgerðir innanlands og á landamærunum. Við erum í algjörri sérstöðu í Evrópu. Það gerir það líka að verkum að við þurfum að byrja að skoða hvort rétt sé að taka fleiri varfærin skref til afléttingar,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún og Þórólfur ræddu saman í gær og munu ræða saman um helgina. Svandís segir til umræðu að ráðast í afléttingar fyrr. Hún vill ekki nefna dæmi um afléttingar. „Ég mun ekki nefna neitt ákveðið. Landsmenn þekkja þetta orðið. Þetta snýst um fjöldatakmörkun og ákveðna starfsemi. Við höfum áður létt á aðgerðum, gerðum það um vor sem leið, þegar faraldurinn fór niður. Þetta snýst um tiltekna starfsemi og fjölda.“ Heilbrigðisráðherra segir von á bóluefni Aztrazeneca til landsins 12. febrúar en ekki sé vitað hve margir skammtar berist. Alls hefur Ísland samið um 235 þúsund skammta frá fyrirtækinu. Þjóðverjar mæla ekki með Aztrazeneca fyrir fólk eldri en 64 ára en Lyfjastofnun Evrópu mælir með efninu fyrir alla fullorðna. „Við förum eftir þessum farvegi sem markaður er. Lyfjastofnun Evrópu ákveður þau skilmerki sem hvert bóluefni lítur og okkar lyfjastofnun fer síðan yfir það. Við förum í þennan farveg, við þurfum að gera það. Það eru gríðarlega mikið af spurningum og nýjum upplýsingum að berast á hverjum degi. Við þurfum að halda yfirvegun og nýta þá ferla sem við treystum.“ Tilkynnt var í dag að bóluefni Jansen hefði 66 prósenta virkni við veirunni. Ísland hefur tryggt ser 235 þúsund skammta af Jansen efninu. „Þetta er spennandi bóluefni því það lítur út fyrir að það þurfi bara nota það einu sinni fyrir hvern og einn. Það er útlit fyrir að það verði ekki eins seint á árinu og talað var um. En ég hef ekki frekari staðfestar upplýsingar en á þriðjudaginn var.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefni AstraZeneca fær grænt ljós hjá Lyfjastofnun Evrópu Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með útgáfu skilyrts markaðsleyfis fyrir bóluefni bresk-sænska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. 29. janúar 2021 15:19 Bóluefni Janssen með 66 prósent virkni Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen sýna að bóluefnið hefur 66% virkni gegn kórónuveirunni en allt að 72% virkni í Bandaríkjunum. 29. janúar 2021 15:31 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Bóluefni AstraZeneca fær grænt ljós hjá Lyfjastofnun Evrópu Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með útgáfu skilyrts markaðsleyfis fyrir bóluefni bresk-sænska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. 29. janúar 2021 15:19
Bóluefni Janssen með 66 prósent virkni Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen sýna að bóluefnið hefur 66% virkni gegn kórónuveirunni en allt að 72% virkni í Bandaríkjunum. 29. janúar 2021 15:31