Innlent

Mikill við­búnaður vegna elds í Fells­múla

Kristín Ólafsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa
Gler í glugga íbúðarinnar sprakk.
Gler í glugga íbúðarinnar sprakk. Vísir/vilhelm

Lið frá öllum slökkviliðsstöðvum höfuðborgarsvæðisins var kallað út um kvöldmatarleytið vegna elds í fjölbýlishúsi í Fellsmúla. Eldur kviknaði í íbúð í húsinu en húsráðendur komust sjálfir út. Slökkvistarfi lauk á áttunda tímanum.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði á vettvangi var fjölskylda inni í íbúðinni þegar eldurinn kviknaði. Hún komst út úr húsinu af sjálfsdáðum. Ekki þurfti að flytja neinn á sjúkrahús en rýma þurfti efstu tvær hæðir hússins vegna eldsins. 

Slökkvistarfi lauk strax á áttunda tímanum. Íbúðin var reykræst en mikið eignatjón varð vegna eldsins.

Að störfum á vettvangi.Vísir/vilhelm
Slökkviliðsmenn reykræstu húsið.Vísir/vilhelm
Talsverðar skemmdir urðu á íbúðinni.Vísir/vilhelm
Rýma þurfti tvær efstu hæðir hússins.Vísir/hallgerður
Slökkvilið að störfum á áttunda tímanum í kvöld.Vísir/hallgerður





Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×