Innlent

Syllan brytjuð niður með vinnuvélum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Vinnuvél að störfum við að brytja niður sylluna.
Vinnuvél að störfum við að brytja niður sylluna. Ingvar Daði Jóhannsson

Unnið hefur verið að því síðdegis og í kvöld að brjóta niður stærðarinnar snjósyllu fyrir ofan Vesturfarasetrið á Hofsósi. Lögreglan á Norðurlandi vestra lokaði hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna stærðarinnar sprungu í snjólögum sem uppgötvaðist fyrir ofan setrið í gærkvöldi, fyrir árvekni ungs pilts.

Í dag mátu ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar það svo að brjóta þyrfti sylluna niður, moka í burtu snjó og slétta svæðið til að koma í veg fyrir flóð. Byrjað var að létta á stöðunni síðdegis og gert er ráð fyrir að unnið verði á svæðinu fram á nótt.

Í myndbandinu hér fyrir neðan, sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2, má sjá sylluna brotna niður með vinnuvélum síðdegis í dag. Myndirnar tók Ingvar D. Jóhannesson.


Tengdar fréttir

Árvekni drengs á Hofsósi varð til þess að sprungan uppgötvaðist

Árvekni ungs drengs á Hofsósi varð til þess að stærðarinnar sprunga í snjóalögum fyrir ofan Vesturfarasetrið uppgötvaðist. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur í samráði við Veðurstofuna lokað hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna snjóflóðahættu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.