Árvekni drengs á Hofsósi varð til þess að sprungan uppgötvaðist Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. janúar 2021 12:30 Lögreglan birti þessa mynd frá Hofsósi. Lögreglan á Norðurlandi vestra Árvekni ungs drengs á Hofsósi varð til þess að stærðarinnar sprunga í snjóalögum fyrir ofan Vesturfarasetrið uppgötvaðist. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur í samráði við Veðurstofuna lokað hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna snjóflóðahættu. Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi, Austfjörðum og norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur vegna sprungu í snjóalögum gripið til þess ráðs að loka hafnarsvæðinu frá göngubrúnni yfir Hofsá við Frændgarð og yfir að Nöfum og er öll umferð um svæðið stranglega bönnuð. Snjóhengjan er rétt ofan við Vesturfarasetrið og ef hún fer á skrið gæti meiriháttartjón orðið. „Við fáum tilkynningu 20 mínútur yfir tíu í gærkvöldi frá aðila sem er í björgunarsveitinni á Hofsósi og þá hafði ungur drengur haft samband við hann og látið hann vita af því að það væri komin stór sprunga í hengju sem er fyrir ofan hafnarsvæðið og Vesturfarasetrið á Hofsósi.“ Þetta sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi Vestra. Í kjölfarið hafi svæðið verið skoðað og mönnum hafi strax orðið ljóst að hætta væri á ferðum. „Töluvert mikill massi af snjó er í þessari hengju sem er greinilega að losna frá. Sprungan er um 50 metrar á lengd sýnist okkur og gæti verið alveg niður í fimm, sex metrar á dýpt.“ Þarna er ekki mikil brekka en alvanalegt er að mikil snjósöfnun verði á svæðinu. „En ég man ekki til þess að þetta hafi verið með þessu lagi fyrr en núna. Við höfum ekki fengið tilkynningu um að svona sprungur hafi myndast í þessari hengju á þessu svæði sem hafa kallað á þessi viðbrögð og þessa hættu sem nú er að skapast.“ Ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar eru réttókomnir norður til að meta aðstæður nánar til að geta ráðlagt um næstu skref. Stefán Vagn vonast til þess að upp úr hádegi verði hægt að fara í einhverjar aðgerðir til að draga úr hættunni. „Hættan er sú að ef hengjan fer af stað, þá gæti massinn sem er á bak við hengjuna líka skriðið fram. Fyrstu hugmyndirnar eru þær að reyna einhvern veginn að rista þetta upp eða brjóta þetta upp í minni einingar og taka þetta þannig, en hvort þetta er hægt eða ekki verða ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar að hjálpa okkur með. En við getum ekki hleypt þessu af stað, við þurfum að brjóta þetta niður fyrst.“ Lögreglumál Veður Skagafjörður Tengdar fréttir Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um snjóflóðahættu sem nú er á Hofsósi en þar var það fyrir árvekni ungs bæjarbúa sem stærðarinnar sprunga í snjóalögum fyrir ofan Vesturfarasetrið uppgötvaðist. 27. janúar 2021 11:31 Hafnarsvæðinu á Hofsósi lokað vegna snjóflóðahættu Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur í samráði við ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands ákveðið að loka hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna snjóflóðahættu. 27. janúar 2021 06:40 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi, Austfjörðum og norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur vegna sprungu í snjóalögum gripið til þess ráðs að loka hafnarsvæðinu frá göngubrúnni yfir Hofsá við Frændgarð og yfir að Nöfum og er öll umferð um svæðið stranglega bönnuð. Snjóhengjan er rétt ofan við Vesturfarasetrið og ef hún fer á skrið gæti meiriháttartjón orðið. „Við fáum tilkynningu 20 mínútur yfir tíu í gærkvöldi frá aðila sem er í björgunarsveitinni á Hofsósi og þá hafði ungur drengur haft samband við hann og látið hann vita af því að það væri komin stór sprunga í hengju sem er fyrir ofan hafnarsvæðið og Vesturfarasetrið á Hofsósi.“ Þetta sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi Vestra. Í kjölfarið hafi svæðið verið skoðað og mönnum hafi strax orðið ljóst að hætta væri á ferðum. „Töluvert mikill massi af snjó er í þessari hengju sem er greinilega að losna frá. Sprungan er um 50 metrar á lengd sýnist okkur og gæti verið alveg niður í fimm, sex metrar á dýpt.“ Þarna er ekki mikil brekka en alvanalegt er að mikil snjósöfnun verði á svæðinu. „En ég man ekki til þess að þetta hafi verið með þessu lagi fyrr en núna. Við höfum ekki fengið tilkynningu um að svona sprungur hafi myndast í þessari hengju á þessu svæði sem hafa kallað á þessi viðbrögð og þessa hættu sem nú er að skapast.“ Ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar eru réttókomnir norður til að meta aðstæður nánar til að geta ráðlagt um næstu skref. Stefán Vagn vonast til þess að upp úr hádegi verði hægt að fara í einhverjar aðgerðir til að draga úr hættunni. „Hættan er sú að ef hengjan fer af stað, þá gæti massinn sem er á bak við hengjuna líka skriðið fram. Fyrstu hugmyndirnar eru þær að reyna einhvern veginn að rista þetta upp eða brjóta þetta upp í minni einingar og taka þetta þannig, en hvort þetta er hægt eða ekki verða ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar að hjálpa okkur með. En við getum ekki hleypt þessu af stað, við þurfum að brjóta þetta niður fyrst.“
Lögreglumál Veður Skagafjörður Tengdar fréttir Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um snjóflóðahættu sem nú er á Hofsósi en þar var það fyrir árvekni ungs bæjarbúa sem stærðarinnar sprunga í snjóalögum fyrir ofan Vesturfarasetrið uppgötvaðist. 27. janúar 2021 11:31 Hafnarsvæðinu á Hofsósi lokað vegna snjóflóðahættu Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur í samráði við ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands ákveðið að loka hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna snjóflóðahættu. 27. janúar 2021 06:40 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um snjóflóðahættu sem nú er á Hofsósi en þar var það fyrir árvekni ungs bæjarbúa sem stærðarinnar sprunga í snjóalögum fyrir ofan Vesturfarasetrið uppgötvaðist. 27. janúar 2021 11:31
Hafnarsvæðinu á Hofsósi lokað vegna snjóflóðahættu Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur í samráði við ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands ákveðið að loka hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna snjóflóðahættu. 27. janúar 2021 06:40