Fótbolti

Sara Björk komin í Puma-fjölskylduna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir með takkaskó frá Puma skreytta íslenska fánanum.
Sara Björk Gunnarsdóttir með takkaskó frá Puma skreytta íslenska fánanum.

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins og leikmaður Evrópumeistara Lyon, hefur skrifað undir samning við íþróttavöruframleiðandann Puma.

Sara birti myndir af sér í Puma-fatnaði og með takkaskó frá Puma á Twitter í dag. „Puma-fjölskylda, hér er ég,“ skrifar Sara við myndirnar.

Sara lék áður í takkaskóm frá Nike en hefur nú skipt yfir til Puma sem er framleiðandi búninga íslensku landsliðanna.

Sara og stöllur hennar í Lyon unnu 0-5 sigur á Paris FC í fyrsta leik sínum á árinu 2021 í frönsku úrvalsdeildinni. Lyon er í 2. sæti hennar með 36 stig, einu stigi á eftir toppliði Paris Saint-Germian. Sara hefur leikið tíu deildarleiki með Lyon á tímabilinu og skorað tvö mörk.

Lyon hóf titilvörn sína í Meistaradeild Evrópu með því að slá Juventus út í 32-liða úrslitum keppninnar, 6-2 samanlagt. Dregið verður í sextán liða úrslitin 16. febrúar.

Sara var valin íþróttamaður ársins í fyrra, í annað sinn. Hún fékk fullt hús stiga í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.