„Ráku mig á Zoom“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2021 12:01 Miguel Herrera með fyrrum leikmanni sínum Esteban Lozano hjá Club America. Getty/Alex Menendez Knattspyrnustjórar eru vanalega kallaðir á teppið hjá yfirmönnum þegar þeim er sagt upp störfum en á tímum kórónuveirunnar þá gæti líka verið slæmar fréttir að fá boð um Zoom fund frá framkvæmdastjóra og forseta félagsins. Miguel Herrera, fyrrum þjálfari mexíkanska fótboltaliðsins Club America, er ekki ánægður með vinnubrögð fyrrum yfirboðara sinna. Herrera þurfti að taka pokann sinn eftir 3-1 tap á móti LAFC í síðasta mánuði en leikurinn var í Meistaradeild CONCACAF og tapið þýddi að mexíkóska liðið var úr leik. Herrera var engu að síður viss um að fá að halda áfram með liðið þar sem hann hefur unnið fjóra titla. Tveimur dögum síðar var Miguel Herrera hins vegar rekinn. Hay decisiones de empresa que se toman que no nos gustan, pero se toman.' VIDEO: https://t.co/dtCSM6d6rA— MedioTiempo (@mediotiempo) January 25, 2021 „Þeir boðuðu mig á Zoom fund og þar voru framkvæmdastjórinn Joaquin Balcarcel ásamt forsetanum Santiago Banos. Joaquin segir þá við mig: Ég er búinn að taka ákvörðun og við ætlum að enda samstarfið hér,“ sagði Miguel Herrera í viðtali við mexíkanska blaðamanninn Mara Patricia Castaneda. „Ég sagði honum að ég væri ekki sammála. Tölurnar væru með mér og að ég væri mjög leiður og reiður yfir þessari ákvörðun hans,“ sagði Herrera. Miguel Herrera, sem þjálfari mexíkanska landsliðið um tíma, segir að umræddur Joaquin Balcarcel hafi áður fullvissað hann um það að starfið hans væri ekki í hættu þegar Club America datt út úr úrslitakeppninni í Mexíkó áður en kom að leiknum í Meistaradeildinni. Herrera bauðst þá til að láta af störfum en Balcarcel fékk hann til að halda áfram. Me echaron por Zoom ; Miguel Herrera REVELÓ quién de Televisa lo DESPIDIÓ https://t.co/fJuP5FmVaZ pic.twitter.com/8kEhDoAMSX— MedioTiempo (@mediotiempo) January 26, 2021 Hinn 52 ára gamli Herrera er einn þekktasti maðurinn í mexíkanska fótboltanum enda duglegur að koma sér í fréttirnar. Hann vann titil með Club America á sínu fyrsta tímabili með liðið sem var um leið frumraun hans sem knattspyrnuþjálfara. Herrera tók seinna við landsliði Mexíkó og for með liðið á HM í Brasilíu árið 2014. Hann missti þó það starf eftir að myndband fór á flug á netinu af honum að kýla blaðamann á flugvelli í Philadelphia aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hafa gert Mexíkó að Gullbikarmeisturum árið 2015. Herrera þjálfaði Tijuana í næstum því tvö ár áður en hann tók aftur við Club America. Fótbolti Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Sjá meira
Miguel Herrera, fyrrum þjálfari mexíkanska fótboltaliðsins Club America, er ekki ánægður með vinnubrögð fyrrum yfirboðara sinna. Herrera þurfti að taka pokann sinn eftir 3-1 tap á móti LAFC í síðasta mánuði en leikurinn var í Meistaradeild CONCACAF og tapið þýddi að mexíkóska liðið var úr leik. Herrera var engu að síður viss um að fá að halda áfram með liðið þar sem hann hefur unnið fjóra titla. Tveimur dögum síðar var Miguel Herrera hins vegar rekinn. Hay decisiones de empresa que se toman que no nos gustan, pero se toman.' VIDEO: https://t.co/dtCSM6d6rA— MedioTiempo (@mediotiempo) January 25, 2021 „Þeir boðuðu mig á Zoom fund og þar voru framkvæmdastjórinn Joaquin Balcarcel ásamt forsetanum Santiago Banos. Joaquin segir þá við mig: Ég er búinn að taka ákvörðun og við ætlum að enda samstarfið hér,“ sagði Miguel Herrera í viðtali við mexíkanska blaðamanninn Mara Patricia Castaneda. „Ég sagði honum að ég væri ekki sammála. Tölurnar væru með mér og að ég væri mjög leiður og reiður yfir þessari ákvörðun hans,“ sagði Herrera. Miguel Herrera, sem þjálfari mexíkanska landsliðið um tíma, segir að umræddur Joaquin Balcarcel hafi áður fullvissað hann um það að starfið hans væri ekki í hættu þegar Club America datt út úr úrslitakeppninni í Mexíkó áður en kom að leiknum í Meistaradeildinni. Herrera bauðst þá til að láta af störfum en Balcarcel fékk hann til að halda áfram. Me echaron por Zoom ; Miguel Herrera REVELÓ quién de Televisa lo DESPIDIÓ https://t.co/fJuP5FmVaZ pic.twitter.com/8kEhDoAMSX— MedioTiempo (@mediotiempo) January 26, 2021 Hinn 52 ára gamli Herrera er einn þekktasti maðurinn í mexíkanska fótboltanum enda duglegur að koma sér í fréttirnar. Hann vann titil með Club America á sínu fyrsta tímabili með liðið sem var um leið frumraun hans sem knattspyrnuþjálfara. Herrera tók seinna við landsliði Mexíkó og for með liðið á HM í Brasilíu árið 2014. Hann missti þó það starf eftir að myndband fór á flug á netinu af honum að kýla blaðamann á flugvelli í Philadelphia aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hafa gert Mexíkó að Gullbikarmeisturum árið 2015. Herrera þjálfaði Tijuana í næstum því tvö ár áður en hann tók aftur við Club America.
Fótbolti Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Sjá meira