Innlent

Rýmingu af­létt í Skutuls­firði

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Ísafirði. Um var að ræða þrjú hús fyrir botni Skutilsfjarðar.
Frá Ísafirði. Um var að ræða þrjú hús fyrir botni Skutilsfjarðar. Vísir/Egill

Veðurstofan hefur aflýst hættustigi sem varðar þau þrjú atvinnuhúsnæði sem rýmd voru á Ísafirði í Skutulsfirði síðastliðinn föstudag.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum segir að um hafi verið að ræða húsnæði Fjarðarnets og Terra við Skutulsfjarðarbraut og sorpmóttökuna Funa í umsjá Terra, fyrir botni fjarðarins.

„Eins og kom fram í tilkynningu í gær var rýmingu þriggja íbúðarhúsa á Flateyri aflétt og íbúar fóru heim til sín um hádegisbilið í gær.

Flateyrarvegur er lokaður vegna snjóflóðahættu. Í birtingu verður hættan metin betur.

Veðurstofan heldur áfram að meta aðstæður. Veðurspáin aðfaranótt þriðjudags og á þriðjudaginn felur í sér töluverðan vind og jafnvel ofankomu.

Hvatt er til þess að almenningur fylgist vel með veðurspá og afli upplýsinga hjá Vegagerðinni ef ætlunin er að leggja í langferðir. Upplýsingar um veður og færð má fá í upplýsingasíma Vegagerðarinnar, 1777, eða á vefsíðu hennar,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×