Erlent

Breska af­brigðið greindist í Fær­eyjum

Sylvía Hall skrifar
Sjö virk smit eru í Færeyjum um þessar mundir, en þetta er fyrsta tilfelli breska afbrigðisins sem er staðfest þar í landi.
Sjö virk smit eru í Færeyjum um þessar mundir, en þetta er fyrsta tilfelli breska afbrigðisins sem er staðfest þar í landi. Landssjúkrahúsið

Fyrsta tilfelli breska afbrigðis kórónuveirunnar hefur nú verið staðfest í Færeyjum. Sá sem greindist með afbrigðið hafði ferðast til Færeyja frá Afríku og var í sóttkví eftir komuna til landsins.

Þetta kemur fram á vef Kringvarpsins, en greint var frá smitinu á tölfræðivef um kórónuveirusmit í Færeyjum. Þar segir að hinn smitaði hafi einungis átt í samskiptum við eina manneskju eftir komuna til landsins, en annars verið í sóttkví.

Bæði hinn smitaði og sá sem hann átti í samskiptum við eru nú í sóttkví. Þeir eru sagðir hafa það gott og ekkert bendi til þess að fleiri gætu verið smitaðir af afbrigðinu.

Smitið greindist í sýnatöku á sjötta degi og hefur verið ákveðið að framlengja sóttkvína í fjórtán daga vegna smithættu. Þá segir jafnframt í tilkynningu að viðkomandi þurfi að fá neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku áður en hann er laus úr sóttkví.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×