Fótbolti

Napoli tapaði dýrmætum stigum

Ísak Hallmundarson skrifar
Úr leik liðanna í dag.
Úr leik liðanna í dag. getty/Alessandro Sabattini

Hellas Verona lagði Napoli að velli í ítölsku A-deildinni í dag. Lokatölur 3-1.

Hirving Lozano kom Napoli yfir á upphafsmínútu leiksins en Federico Dimarco jafnaði fyrir Verona og staðan 1-1 í hálfleik.

Antonin Barak kom heimamönnum í Verona yfir á 62. mínútu og Mattia Zaccagni innsiglaði 3-1 sigur á 79. mínútu. 

Verona er í 9. sæti deildarinnar með 30 stig en Napoli er í 6. sæti með 34 stig. Þetta var dýrkeypt tap fyrir Napoli sem hefði með sigri í dag getað komist upp í þriðja sæti deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.