Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2 í beinni út­sendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Hættustigi hefur verið lýst yfir á Flateyri vegna snjóflóðahættu og þrjú íbúðarhús verða rýmd. Kona sem var stödd á Öxnadalsheiði þegar snjóflóð féll á svæðið í gærkvöldi segist hissa á því að Vegagerðin skuli hafa sagt veginn færan. Við ræðum við hana og viðbragðsaðila í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Víðir Reynisson óttast að „svikalogn“ ríki nú í kórónuveirufaraldrinum. Hann segir að vísbendingar séu um að fólk telji ekki ástæðu til að fara í sýnatöku vegna fárra smita sem greinast.

Þá tökum við stöðuna á mótmælum í Rússlandi og fjöllum um nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta. Við lítum einnig við á Ósabotnum skammt frá Selfossi, þar sem starfsmenn Selfossveitna brosa hringinn eftir að heitt vatn fannst á svæðinu fyrir skömmu.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×