Fótbolti

Elías Már áfram á skotskónum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elías Már hættir einfaldlega ekki að skora.
Elías Már hættir einfaldlega ekki að skora. Pim Waslander/Getty Images

Elías Már Ómarsson skoraði eitt af þremur mörkum Excelsior í 1-3 útisigri liðsins á Top Oss í hollensku B-deildinni.

Excelsior byrjaði leikinn betur og kom Joel Zwarts liðinu yfir á 31. mínútu og staðan 0-1 í hálfleik. Dennis van der Heijden jafnaði metin fyrir Top Oss í upphafi síðari hálfleik. Elísa Már kom gestunum aftur yfir á 77. mínútu.

Elías Már var þarna að skora 18. deildarmarkið sitt í aðeins 20 leikjum. Luigi Bruins gulltryggði svo sigurinn undir lok leiks.

Excelsior er sem stendur í 12. sæti deildarinnar með 26 stig að loknum 21 leik.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.