Harma að myndlistamenn tortyggi eigin fulltrúa Sylvía Hall skrifar 22. janúar 2021 22:35 SÍM segist bera fullt traust til fulltrúa sinna í úthlutunarnefnd. Getty Samband íslenskra myndlistarmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um úthlutunarnefnd starfslauna myndlistarmanna. Yfirlýsingin kemur í kjölfar gagnrýni Snorra Ásmundarsonar myndlistarmanns, sem telur vinagreiða ráða för við úthlutunina. Vísir ræddi við Snorra fyrr í mánuðinum þar sem hann sagðist standa í þeirri trú að spilling væri fyrir hendi. Fyrrum nefndarmaður í starfslaunanefndinni hafði fengið starfslaun í ár, úthlutað af nefndarmönnum sem fengu starfslaun árið áður. „Hversu miklar líkur eru á að þú fáir starfslaun listamanna þegar þú varst í starfslaunanefndinni árinu áður með formanni nefndarinnar og veittir hinum 2 núverandi nefndarmönnum í ár,“ spurði Snorri á Facebook-síðu sinni. Stjórn Sambands íslenskra myndlistarmanna segist fagna umræðu um listamannalaun og það mætti greina óánægju með skerðingu þeirra undanfarin tíu ár, enda hafi fjölgað töluvert í stéttinni. Einnig sé lögð áhersla á að laun verði gerð að fullum launum og mánaðarlaunum fjölgað. Þó harmi stjórnin að myndlistarmenn tortryggi fulltrúa sem stjórn sambandsins hefur tilnefnt. „SÍM ber fullt traust til fulltrúa sinna sem unnið hafa af samviskusemi við að taka erfiðar ákvarðanir um lífsviðurværi myndlistarmanna á erfiðum tímum. Það er forsenda þess að vera valinn í nefndina að viðkomandi séu virkir myndlistarmenn eða sýningarstjórar með góð tengsl við myndlistarheiminn og yfirgripsmikla yfirsýn. Það hafa allir núverandi fulltrúar til að bera,“ segir í yfirlýsingunni. „Það er því óásættanlegt þegar óvandaðir miðlar reyna að varpa rýrð á framlag viðkomandi fulltrúa, einmitt vegna þessarar sömu virkni og tenginga.“ „Vanhæfnin er að tröllríða félaginu“ Inntur eftir viðbrögðum sagði Snorri yfirlýsinguna yfirgengilega. Hann viti ekki hvort hann eigi að hlæja eða gráta, en stjórnin sé að fagna umræðu sem sé komin til vegna gagnrýni hans. Því næst fordæmi hún þá sem tortryggi fulltrúana. „Þrír úr stjórn SÍM fengu listamannalaun í ár plús ein kærasta. Sem sé þrír sem standa fyrir þessari yfirlýsingu og kærasta eins þeirra. Vanhæfnin er að tröllríða félaginu,“ segir Snorri. Hann stendur því enn á þeirri skoðun sinni að vinnubrögðin séu ófagleg og ólíðandi. Hann hafi kvartað til umboðsmanns Alþingis og ráðherra. 526 mánuðir voru til úthlutunar við síðustu úthlutun en sótt var um 4065 mánuði. Alls bárust 373 umsóknir í launasjóð myndlistarmanna. Starfslaun fá 83 myndlistarmenn, 50 konur og 33 karlar. Myndlist Listamannalaun Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira
Vísir ræddi við Snorra fyrr í mánuðinum þar sem hann sagðist standa í þeirri trú að spilling væri fyrir hendi. Fyrrum nefndarmaður í starfslaunanefndinni hafði fengið starfslaun í ár, úthlutað af nefndarmönnum sem fengu starfslaun árið áður. „Hversu miklar líkur eru á að þú fáir starfslaun listamanna þegar þú varst í starfslaunanefndinni árinu áður með formanni nefndarinnar og veittir hinum 2 núverandi nefndarmönnum í ár,“ spurði Snorri á Facebook-síðu sinni. Stjórn Sambands íslenskra myndlistarmanna segist fagna umræðu um listamannalaun og það mætti greina óánægju með skerðingu þeirra undanfarin tíu ár, enda hafi fjölgað töluvert í stéttinni. Einnig sé lögð áhersla á að laun verði gerð að fullum launum og mánaðarlaunum fjölgað. Þó harmi stjórnin að myndlistarmenn tortryggi fulltrúa sem stjórn sambandsins hefur tilnefnt. „SÍM ber fullt traust til fulltrúa sinna sem unnið hafa af samviskusemi við að taka erfiðar ákvarðanir um lífsviðurværi myndlistarmanna á erfiðum tímum. Það er forsenda þess að vera valinn í nefndina að viðkomandi séu virkir myndlistarmenn eða sýningarstjórar með góð tengsl við myndlistarheiminn og yfirgripsmikla yfirsýn. Það hafa allir núverandi fulltrúar til að bera,“ segir í yfirlýsingunni. „Það er því óásættanlegt þegar óvandaðir miðlar reyna að varpa rýrð á framlag viðkomandi fulltrúa, einmitt vegna þessarar sömu virkni og tenginga.“ „Vanhæfnin er að tröllríða félaginu“ Inntur eftir viðbrögðum sagði Snorri yfirlýsinguna yfirgengilega. Hann viti ekki hvort hann eigi að hlæja eða gráta, en stjórnin sé að fagna umræðu sem sé komin til vegna gagnrýni hans. Því næst fordæmi hún þá sem tortryggi fulltrúana. „Þrír úr stjórn SÍM fengu listamannalaun í ár plús ein kærasta. Sem sé þrír sem standa fyrir þessari yfirlýsingu og kærasta eins þeirra. Vanhæfnin er að tröllríða félaginu,“ segir Snorri. Hann stendur því enn á þeirri skoðun sinni að vinnubrögðin séu ófagleg og ólíðandi. Hann hafi kvartað til umboðsmanns Alþingis og ráðherra. 526 mánuðir voru til úthlutunar við síðustu úthlutun en sótt var um 4065 mánuði. Alls bárust 373 umsóknir í launasjóð myndlistarmanna. Starfslaun fá 83 myndlistarmenn, 50 konur og 33 karlar.
Myndlist Listamannalaun Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira