Íslenski boltinn

Andrea Mist til liðs við Ís­lands­meistara Breiða­bliks

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Andrea Mist Pálsdóttir mun spila í grænu næsta sumar.
Andrea Mist Pálsdóttir mun spila í grænu næsta sumar. Breiðablik

Andrea Mist Pálsdóttir mun leika með Íslandsmeisturum Breiðabliks næsta sumar. Kemur hún á láni frá FH.

Hin 22 ára gamla Andrea Mist skrifaði í kvöld undir lánssamning við Breiðablik og mun leika með Íslandsmeisturunum næsta sumar. Breiðablik verður hennar þriðja lið hér á landi en hún er uppalin hjá Þór/KA á Akureyri. Þaðan fór hún til FH og nú á láni til Breiðabliks.

Veturinn 2019 lék Andrea Mist með austurríska liðinu FFC Vorderland og í janúar á síðasta ári gekk hún til liðs Oribicia Calcio í ítölsku úrvalsdeildinni. Vegna kórónufaraldursins kom hún heim og samdi við FH þar sem hún spilaði síðasta sumar. Alls skoraði hún fimm mörk í 13 leikjum fyrir FH síðasta sumar er liðið féll niður í Lengjudeildina.

Alls hefur Andrea leikið 121 deild- og bikarleik hér á landi og skorað 22 mörk. Þá hefur hún leikið þrjá leiki með A-landsliði Íslands ásamt alls 30 leikjum fyrir yngri landsliðin.

Andrea Mist til Breiðabliks Andrea Mist Pa lsdo ttir hefur skrifað undir hja Breiðabliki og mun leika með liðinu a ...

Posted by Knattspyrnudeild Breiðabliks on Friday, January 22, 2021

Tengdar fréttir

Birta í Breiðablik

Birta Georgsdóttir er gengin í raðir Íslandsmeistara Breiðabliks. Hún kemur til Breiðabliks frá FH sem féll niður í Lengjudeildina síðasta sumar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.