Innlent

Gular við­varanir vegna norðan­hríðar: Skaf­renningur, lítið skyggni og snjó­flóða­hætta

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hættustig og rýming níu húsa vegna snjóflóðahættu er enn í gildi á Siglufirði. Myndin er tekin á skíðasvæði bæjarins þar sem snjóflóð féll fyrr í vikunni og olli mikilli eyðileggingu eins og sjá má.
Hættustig og rýming níu húsa vegna snjóflóðahættu er enn í gildi á Siglufirði. Myndin er tekin á skíðasvæði bæjarins þar sem snjóflóð féll fyrr í vikunni og olli mikilli eyðileggingu eins og sjá má. DJI Reykjavík/Sigurður Þór Helgason

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna norðanhríðar á norður- og austurhluta landsins. Viðvaranirnar taka gildi klukkan níu nú fyrir hádegi og gilda til miðnættis annað kvöld. Þær gilda í eftirfarandi landshlutum:

Strandir og Norðurland vestra: Norðan 10-18 m/s og skafrenningur eða éljagangur. Skyggni mjög lítið á köflum og aksturrsskilyrði erfið, einkum á fjallvegum.

Norðurland eystra: Norðan 10-18 m/s og skafrenningur eða éljagangur, ekki síst á Tröllaskaga. Skyggni mjög lítið á köflum og aksturrsskilyrði erfið, einkum á fjallvegum.

Austurland að Glettingi: Norðan 10-18 m/s og skafrenningur eða éljagangur. Skyggni mjög lítið á köflum og aksturrsskilyrði erfið, einkum á fjallvegum.

Austfirðir: Norðan 10-18 m/s og skafrenningur eða éljagangur, einkum norðan til. Skyggni mjög lítið á köflum og aksturrsskilyrði erfið, einkum á fjallvegum.

Enn er hættustig í gildi á Siglufirði vegna snjóflóðahættu og rýming enn í gildi í þeim níu húsum sem rýmd voru fyrr í vikunni. Þá er óvissustig vegna snjóflóðahættu í gildi annars staðar á Norðurlandi.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur ekki frést af því að flóð hafi fallið í gærkvöldi eða í nótt en vegna versnandi veðurs og hríðarinnar sem varað er við er ekki búist við því að snjóflóðahættan minnki í dag eða á morgun. Staðan verður þó endurmetin síðar í dag.

Veðurhorfur á landinu:

Norðan 8-15 m/s og 10-18 síðdegis, en sums staðar hvassari vindstrengir syðra. Él eða snjókoma á norðanverðu landinu, en bjart sunnan heiða.

Heldur hvassari á morgun. Samfeld snjókoma NA- og A-lands, þurrt að kalla um landið S-vert, en annars él. Frost 1 til 6 stig, en allvíða frostlaust syðst og austast.

Á laugardag:

Norðan 13-20 m/s og snjókoma eða éljagangur, hvassast við SA-ströndina, en skýjað með köflum og þurrt að kalla sunnan heiða. Frost víða 0 til 5 stig, en sums staðar frostlaust við sjávarsíðuna.

Á sunnudag:

Norðan 8-15 m/s og él, en léttskýjað S- og V-lands. Frost 1 til 8 stig, minnst syðst.

Á mánudag:

Norðankaldi og víða dálítil él, en austlægari syðst og líkur á snjókomu þar. Harðnandi frost.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.