Fótbolti

Birta í Breiðablik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Birta við undirskriftina í dag.
Birta við undirskriftina í dag. Breiðablik

Birta Georgsdóttir er gengin í raðir Íslandsmeistara Breiðabliks. Hún kemur til Breiðabliks frá FH sem féll niður í Lengjudeildina síðasta sumar.

Hin 18 ára gamla Birta er talin mikið efni og á að baki 25 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Þá skoraði hún alls 11 mörk í 16 leikjum er FH fór upp úr Lengjudeildinni sumarið 2019.

Birta er þó uppalin hjá Stjörnunni og Breiðablik því hennar þriðja lið á annars stuttum ferli.

„Við bjóðum Birtu hjartanlega velkomna í Breiðablik og hlökkum til að sjá hana á vellinum," segir í færslu á Facebook-síðu Breiðabliks þar sem félagaskiptin voru tilkynnt.

Birta Georgsdo ttir til Breiðabliks Birta Georgsdo ttir hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks....

Posted by Knattspyrnudeild Breiðabliks on Thursday, January 21, 2021Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.