Fótbolti

Barcelona þurfti fram­lengingu gegn neðri deildar­liði og Atlético jók for­ystu sína á toppnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Suárez tryggði Atlético sigur í kvöld. 
Suárez tryggði Atlético sigur í kvöld.  Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images

Tvö af betri liðum spænska fótboltans unnu torsótta sigra í kvöld. Atlético Madrid vann 2-1 útisigur á Eibar í úrvalsdeildinni og Barcelona marði neðri deildarlið UE Cornellá eftir framlengdan leik.

Atlético Madrid lenti nokkuð óvænt undir gegn Eibar á 12. mínútu þegar Marko Dmitrović – markvörður Eibar – skoraði úr vítaspyrnu. Luis Suárez jafnaði metin á 40. mínútu og staðan því 1-1 í hálfleik.

Það stefndi í 1-1 jafntefli á 89. mínútu leiksins fengu gestirnir einnig vítaspyrnu. Suárez fór á punktinn og tryggði Atlético 2-1 sigur. Madrid er nú með sjö stiga forystu á nágranna sína í Real Madrid.

Atético er með 44 stig eftir 17 leiki á meðan Real er með 37 og Barcelona 34, bæði eftir 18 leiki.

Síðastnefnda liðið mætti neðri deildarliði UE Cornellá í spænska konungsbikarnum í kvöld. Barcelona klúðraði tveimur vítaspyrnum í venjulegum leiktíma og þar sem Cornellá skoraði ekki þá þurfti að framlengja.

Ousmane Dembéle skoraði strax í upphafi framlengingarinnar og Martin Braithwaite skoraði í þann mund sem framlengingin endaði. Lokatölur 2-0 og Barcelona komið áfram.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.