Biden gefur í gegn veirunni Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2021 15:33 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifar undir tíu forsetatilskipanir í dag sem snúa að baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að skikka fólk til að auka framleiðslu bóluefna, auka skimun, opna skóla og fyrirtæki samhliða því að auka notkun andlitsgríma. Grímur verða nú skilyrði í flugvélum, skipum, rútum, lestum og almenningssamgöngum. Þá verða ferðalangar að leggja inn vottorð um að þau hafi verið skimuð fyrir Covid-19 og verða þar að auki að vera í sóttkví við komuna til landsins, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Til þessa mun ríkisstjórn Bidens notast við 200 blaðsíðna áætlun en starfsmenn forsetans hafa lýst yfir furðu sinni á því að ríkisstjórn Donalds Trump hafi enga áætlun hafið. Þá kvarta þeir sömuleiðis yfir því að hafa fengið litlar upplýsingar frá ríkisstjórn Trumps. Heimildarmenn CNN innan ríkisstjórnar Bidens segja að í rauninni hafi ríkisstjórn Trump ekki skilið neina áætlun eftir sig varðandi framleiðslu og dreifingu bóluefna. Það hafi verið mikið áfall að komast að því að Biden-liðar þyrftu ekki að gera endurbætur á kerfi sem búið væri að koma á laggirnar, heldur þyrftu þau að byggja nýtt kerfi upp frá grunni. Biden hefur sagt að hann vilji gefa hundrað milljónum Bandaríkjamanna bóluefni á sínum fystu hundrað dögum. Til þessa hefur hann skipað almannavörnum Bandaríkjanna, FEMA, að setja upp hundrað bóluefnamiðstöðvar á næsta mánuði. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, á svo að starfa með smærri heilbrigðiseiningum víða um Bandaríkin og vinna að framkvæmd bólusetninga. Hann hefur þó verið gagnrýndur vegna þessa fyrirheits og sérfræðingar hafa bent á að um þrjár milljónir manna séu að jafnaði bólusett í Bandaríkjunum fyrir hvert flensutímabil. Minnst 24,4 milljónir manna hafa smitast af nýju kórónuveirunni og rúmlega 406 þúsund manns hafa dáið, samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins háskólans. Hvergi í heiminum er ástandið verra. Í samtali við AP fréttaveituna segja starfsmenn Bidens að vegna skorts á samvinnu frá meðlimum ríkisstjórnar Trumps sé erfitt að fá heildarsýn yfir ástandið varðandi bóluefnin og þeim hafi þegar borist kvartanir frá forsvarsmönnum margra ríkja Bandaríkjanna um að skortur sé á bóluefnum. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Sjá meira
Grímur verða nú skilyrði í flugvélum, skipum, rútum, lestum og almenningssamgöngum. Þá verða ferðalangar að leggja inn vottorð um að þau hafi verið skimuð fyrir Covid-19 og verða þar að auki að vera í sóttkví við komuna til landsins, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Til þessa mun ríkisstjórn Bidens notast við 200 blaðsíðna áætlun en starfsmenn forsetans hafa lýst yfir furðu sinni á því að ríkisstjórn Donalds Trump hafi enga áætlun hafið. Þá kvarta þeir sömuleiðis yfir því að hafa fengið litlar upplýsingar frá ríkisstjórn Trumps. Heimildarmenn CNN innan ríkisstjórnar Bidens segja að í rauninni hafi ríkisstjórn Trump ekki skilið neina áætlun eftir sig varðandi framleiðslu og dreifingu bóluefna. Það hafi verið mikið áfall að komast að því að Biden-liðar þyrftu ekki að gera endurbætur á kerfi sem búið væri að koma á laggirnar, heldur þyrftu þau að byggja nýtt kerfi upp frá grunni. Biden hefur sagt að hann vilji gefa hundrað milljónum Bandaríkjamanna bóluefni á sínum fystu hundrað dögum. Til þessa hefur hann skipað almannavörnum Bandaríkjanna, FEMA, að setja upp hundrað bóluefnamiðstöðvar á næsta mánuði. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, á svo að starfa með smærri heilbrigðiseiningum víða um Bandaríkin og vinna að framkvæmd bólusetninga. Hann hefur þó verið gagnrýndur vegna þessa fyrirheits og sérfræðingar hafa bent á að um þrjár milljónir manna séu að jafnaði bólusett í Bandaríkjunum fyrir hvert flensutímabil. Minnst 24,4 milljónir manna hafa smitast af nýju kórónuveirunni og rúmlega 406 þúsund manns hafa dáið, samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins háskólans. Hvergi í heiminum er ástandið verra. Í samtali við AP fréttaveituna segja starfsmenn Bidens að vegna skorts á samvinnu frá meðlimum ríkisstjórnar Trumps sé erfitt að fá heildarsýn yfir ástandið varðandi bóluefnin og þeim hafi þegar borist kvartanir frá forsvarsmönnum margra ríkja Bandaríkjanna um að skortur sé á bóluefnum.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Sjá meira