Hurðir sprungu undan gríðarlegum vatnsflaumnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2021 09:03 Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs HÍ (t.h.), segir að mest tjón hafi orðið á Gimli og Háskólatorgi. Mynd innan úr síðarnefndu byggingunni sést til vinstri. Samsett/Arnar/HÍ Gríðarlegt tjón varð á byggingum Háskóla Íslands í miklum vatnsleka á svæðinu í nótt, að sögn sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs skólans. Tvær byggingar; Gimli og Háskólatorg, fóru verst úti. Hurðir sprungu undan vatninu og í Gimli náði flaumurinn upp í rafmagnstöflur. Kristinn Jóhannesson sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að fimm byggingar háskólans hefðu orðið fyrir tjóni þegar vatnsleiðsla sprakk ofan við Suðurgötu. „Og sumar alveg gríðarlegu tjóni,“ bætti Kristinn við. „Úr þessu kom gríðarlegur vatnsflaumur sem flæddi inn í margar byggingar hérna. Allt frá aðalbyggingu, Háskólatorgi, Lögbergi, Gimli og inn í Árnagarð. Mest tjónið er inni á Háskólatorgi og Gimli,“ sagði Kristinn. Vatnsmagnið hefði verið „ótrúlegt“ en fram hefur komið að 500 lítrar af vatni streymdu inn í byggingarnar á sekúndu – í 75 mínútur. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá Arnari Halldórssyni tökumanni frá vettvangi í Háskóla Íslands í morgun. Þá sagði Kristinn aðspurður að innréttingar og gólfefni í byggingunum væru líklega ónýt vegna lekans og nefndi einnig veggi og hurðir í því samhengi. „Það var það mikið vatn á einhverjum stöðum að hurðir sprungu. […] Það fóru kerfi og það flæddi inn í Gimli það hátt að það fór alveg upp í rafmagnstöflur og sló öllu út. Þannig að það er enn þá rafmagnslaust.“ Þessi mynd er tekin núna á áttunda tímanum í einni af byggingum háskólans sem flæddi inn í.Vísir/Arnar Þá sagði Kristinn að ágætlega hafi gengið að dæla vatninu út úr húsunum en slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið við störf á háskólasvæðinu síðan í nótt. „Það gengur. Slökkviliðið kom að aðstoða okkur. Það er kannski klukkutími eða tveir eftir að dæla upp vatni,“ sagði Kristinn nú á níunda tímanum í morgun. Ljóst væri að talsverðan tíma tæki að koma öllu í samt horf á ný. „Svo tekur við að meta og byggja upp, lagfæra. Það er búið að vera myrkur og við sjáum ekki allt enn þá.“ Öll starfsemi Háskóla Íslands á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og í Aðalbyggingu mun liggja niðri að minnsta kosti til hádegis í dag vegna lekans. Slökkvilið Reykjavík Skóla - og menntamál Vatnsleki í Háskóla Íslands Tengdar fréttir Handritin í Árnagarði óhult „Það fór ekkert inn til okkar og handritin eru óhult.“ Þetta segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, í samtali við Vísi, aðspurð um hvort að vatnslekinn í byggingum Háskóla Íslands hafi náð inn í handritageymslur stofnunarinnar. 21. janúar 2021 08:57 Engin starfsemi í mörgum byggingum Háskóla Íslands Öll starfsemi Háskóla Íslands á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og aðalbyggingu mun liggja niðri að minnsta kosti til hádegis í dag vegna gríðarlegs vatnstjóns sem orðið hefur í byggingum skólans. 21. janúar 2021 08:38 Gríðarlegt vatnstjón í HÍ: Meira en tvö þúsund tonn af vatni runnu út eftir rof á kaldavatnslögn Ljóst þykir að gríðarmikið vatnstjón varð í nokkrum byggingum Háskóla Íslands í Vesturbæ Reykjavíkur eftir að rof varð á aðalkaldavatnsæð Veitna við Suðurgötu í nótt. 21. janúar 2021 06:26 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fleiri fréttir „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Sjá meira
Kristinn Jóhannesson sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að fimm byggingar háskólans hefðu orðið fyrir tjóni þegar vatnsleiðsla sprakk ofan við Suðurgötu. „Og sumar alveg gríðarlegu tjóni,“ bætti Kristinn við. „Úr þessu kom gríðarlegur vatnsflaumur sem flæddi inn í margar byggingar hérna. Allt frá aðalbyggingu, Háskólatorgi, Lögbergi, Gimli og inn í Árnagarð. Mest tjónið er inni á Háskólatorgi og Gimli,“ sagði Kristinn. Vatnsmagnið hefði verið „ótrúlegt“ en fram hefur komið að 500 lítrar af vatni streymdu inn í byggingarnar á sekúndu – í 75 mínútur. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá Arnari Halldórssyni tökumanni frá vettvangi í Háskóla Íslands í morgun. Þá sagði Kristinn aðspurður að innréttingar og gólfefni í byggingunum væru líklega ónýt vegna lekans og nefndi einnig veggi og hurðir í því samhengi. „Það var það mikið vatn á einhverjum stöðum að hurðir sprungu. […] Það fóru kerfi og það flæddi inn í Gimli það hátt að það fór alveg upp í rafmagnstöflur og sló öllu út. Þannig að það er enn þá rafmagnslaust.“ Þessi mynd er tekin núna á áttunda tímanum í einni af byggingum háskólans sem flæddi inn í.Vísir/Arnar Þá sagði Kristinn að ágætlega hafi gengið að dæla vatninu út úr húsunum en slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið við störf á háskólasvæðinu síðan í nótt. „Það gengur. Slökkviliðið kom að aðstoða okkur. Það er kannski klukkutími eða tveir eftir að dæla upp vatni,“ sagði Kristinn nú á níunda tímanum í morgun. Ljóst væri að talsverðan tíma tæki að koma öllu í samt horf á ný. „Svo tekur við að meta og byggja upp, lagfæra. Það er búið að vera myrkur og við sjáum ekki allt enn þá.“ Öll starfsemi Háskóla Íslands á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og í Aðalbyggingu mun liggja niðri að minnsta kosti til hádegis í dag vegna lekans.
Slökkvilið Reykjavík Skóla - og menntamál Vatnsleki í Háskóla Íslands Tengdar fréttir Handritin í Árnagarði óhult „Það fór ekkert inn til okkar og handritin eru óhult.“ Þetta segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, í samtali við Vísi, aðspurð um hvort að vatnslekinn í byggingum Háskóla Íslands hafi náð inn í handritageymslur stofnunarinnar. 21. janúar 2021 08:57 Engin starfsemi í mörgum byggingum Háskóla Íslands Öll starfsemi Háskóla Íslands á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og aðalbyggingu mun liggja niðri að minnsta kosti til hádegis í dag vegna gríðarlegs vatnstjóns sem orðið hefur í byggingum skólans. 21. janúar 2021 08:38 Gríðarlegt vatnstjón í HÍ: Meira en tvö þúsund tonn af vatni runnu út eftir rof á kaldavatnslögn Ljóst þykir að gríðarmikið vatnstjón varð í nokkrum byggingum Háskóla Íslands í Vesturbæ Reykjavíkur eftir að rof varð á aðalkaldavatnsæð Veitna við Suðurgötu í nótt. 21. janúar 2021 06:26 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fleiri fréttir „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Sjá meira
Handritin í Árnagarði óhult „Það fór ekkert inn til okkar og handritin eru óhult.“ Þetta segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, í samtali við Vísi, aðspurð um hvort að vatnslekinn í byggingum Háskóla Íslands hafi náð inn í handritageymslur stofnunarinnar. 21. janúar 2021 08:57
Engin starfsemi í mörgum byggingum Háskóla Íslands Öll starfsemi Háskóla Íslands á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og aðalbyggingu mun liggja niðri að minnsta kosti til hádegis í dag vegna gríðarlegs vatnstjóns sem orðið hefur í byggingum skólans. 21. janúar 2021 08:38
Gríðarlegt vatnstjón í HÍ: Meira en tvö þúsund tonn af vatni runnu út eftir rof á kaldavatnslögn Ljóst þykir að gríðarmikið vatnstjón varð í nokkrum byggingum Háskóla Íslands í Vesturbæ Reykjavíkur eftir að rof varð á aðalkaldavatnsæð Veitna við Suðurgötu í nótt. 21. janúar 2021 06:26