Fótbolti

Annað sinn á tíma­bilinu sem for­ráða­menn Roma brjóta reglur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Paulo Fonseca er þjálfari Roma.
Paulo Fonseca er þjálfari Roma. Paolo Bruno/Getty Images

Roma datt út gegn Spezia í ítalska bikarnum í gær. Roma tapaði 4-2 eftir framlengingu en forráðamenn liðsins voru ekki með reglurnar á hreinu.

Roma skipti nefnilega sex sinnum í leiknum en einungis er leyfilegt að skipa fimm sinnum. Þeir skiptu þrisvar í venjulegum leiktíma og þrisvar í framlengingunni.

„Ef þetta er vandamál þá höfum við tíma til að ræða þetta innan okkar veggja. Þetta er vandamál,“ sagði Fonseca í samtali við RAI Sport um atvikið vandræðalega í gær.

Þetta er ekki í fyrsta skipti á tímabilinu sem forráðamenn Roma eru ekki með reglurnar á hreinu. Liðið tapaði nefnilega fyrsta leiknum gegn Hellas Verona í deildinni vegna þess að þeir spiluðu leikmanni sem var ekki skráður, Amadou Diawara.

Roma er þar af leiðandi úr leik í ítalska bikarnum eins og áður segir en liðið er í fjórða sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar. Einnig er liðið í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar þar sem þeir mæta FH bönunum í Braga.


Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.