Erlent

Eig­endum Tiger King dýra­garðsins gert að af­henda tígris­hvolpana

Atli Ísleifsson skrifar
Jeff og Lauren Lowe með tígrisynjunni Faith.
Jeff og Lauren Lowe með tígrisynjunni Faith. Getty

Nýjum eigendum dýragarðsins í Oklahoma, sem var sögusvið þáttanna Tiger King, hefur verið gert að afhenda fulltrúum alríkisstjórnar Bandaríkjanna alla tígrishvolpa og tígrisynjum garðsins.

BBC segir frá því að mál hafi verið höfðað gegn eigendum Greater Wynnewood Exotic Animal Park, þeim Jeff og Lauren Lowe, sem sökuð eru um að hafa brotið gegn lögum um dýravelferð og dýr í útrýmingarhættu.

Jeff Lowe er fyrrverandi viðskiptafélagi Joe Exotic sem nú afplánar 22 ára fangelsisdóm fyrir hafa ráðið mann til að drepa konu, Carole Baskin, og sömuleiðis brot á lögum um dýravelferð.

Talsmaður yfirvalda segir að hjónin Lowe hafi brotið stórkostlega gegn lögunum sem ætlað er að tryggja velferð dýranna. Dómari tók undir sjónvarmið yfirvalda, en í dómsorðum kom fram að bágar aðstæður hafi leitt til dauða að minnsta kosti tveggja hvolpa.

Jeff og Lauren Lowe komu bæði fram í þáttunum Tiger King á Netflix sem nutu mikilla vinsælda.

Joe Exotic og aðdáendur hans höfðu vonast eftir að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti myndi náða Joe Exotic á síðustu dögum sínum í embætti, en svo virðist ekki ætla að vera raunin.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.