Kópavogsbúa óheimilt að vakta lóð fjölbýlishúss og birta efnið á YouTube Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2021 09:25 Maðurinn sagði að kannabisreykjandi „skríll“ á vegum konunnar fyrir framan fjöleignarhúsið sem hafi vakið hjá honum óöryggi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Íbúa í fjölbýlishúsi í Kópavogi var óheimilt að setja upp myndavélar sem beindust meðal annars að stéttinni fyrir framan útihurð hússins, sameiginlegum garði og innkeyrslu. Þá var manninum sömuleiðis óheimilt að birta efni úr umræddum myndavélunum á YouTube án samþykkis nágranna. Þetta kemur fram í nýjum úrskurði Persónuverndar sem birtur var í gær. Þar segir að kona sem býr í húsinu hafi í október 2018 kvartað til Persónuverndar vegna rafrænnar vöktunar umrædds nágranna síns og birtingu upptekins efnis á vefmiðlum. Sagði hún í bréfinu að vélarnar hafi meðal annars beinst að bílastæði hennar í séreign og svefnherbergisglugga íbúðar hennar. Sá sem setti upp vélarnar segist hafa upphaflega sett upp vélarnar vegna meintrar ólöglegrar heimagistingar sem rekin var af fyrri eigendum íbúðar konunnar og þá hafi síðar verið kannabisreykjandi „skríll“ á vegum konunnar fyrir framan fjöleignarhúsið sem hafi vakið hjá honum óöryggi. Konan hafnar ásökunum um kannabisreykingar. Fjöldi myndavéla Í úrskurðinum kemur fram að myndavélarnar hafi verið staðsettar í gluggum íbúðar mannsins, bæði á húsinu framanverðu og aftanverðu. Segir konan sem kvartaði að vélunum meðal annars verið beint að tröppum að inngangi íbúðar sinnar. Einnig hafi myndavélum verið beint að stæði fyrir framan bílskúr, og að íbúð á efri hæð í bakhúsi, sem hvort tveggja sé séreign konunnar. Konan segir að myndavélarnar í gluggum mannsins hafi verið faldar með skrauti og að enginn nágrannanna hafi vitað um vöktunina, sem aldrei hafi verið borin upp á húsfundi. Maðurinn hafi síðar sett upp límmiða um vöktuna, en sömuleiðis án samráðs við aðra íbúa. Sagði hún að óásættanlegt væri að maðurinn fylgist með íbúum hússins í óþökk þeirra. „Ekki verði séð hvaða hag hann hafi, þrátt fyrir sjúkdóm sinn, af því að fylgjast með mannaferðum framan við húsið, þar sem inngangur að íbúð hans sé á húsinu aftanverðu.“ Maðurinn setti upp eftirlitsmyndavélar í gluggum sínum. Myndin er úr safni.Getty/seksan Mongkhonkhamsao Kannabisreykjandi „skríll“ Maðurinn, sem kvörtunin beindist að, segir að hann hafi komið upp vélunum í gluggum sínum árið 2015. Upphaflega hafi það komið til vegna meintrar ólöglegrar heimagistingar sem hann taldi rekna í húsinu af fyrri eigendum. Að nokkrum tíma liðnum hafi honum þótt fyrirkomulagið þægilegt til að sjá hverjir væru fyrir utan húsið. Maðurinn sagðist eiga erfitt með gang og væri því seinn til dyra. Einnig segir í tölvupósti hans til Persónuverndar að kvartandi, konan, væri með ólöglega útleigu á geymslu og bílskúr. „Þá segir að það sé „skríll“ á vegum hennar sem reyki kannabis fyrir framan húsið og það veki hjá honum óöryggi,“ að því er fram kemur í úrskurðinum. Taldi konuna vita af vöktuninni við kaup á íbúðinni Maðurinn sagðist hafa talið að konan hafi vel vitað af eftirlitsmyndavélunum þegar hún flutti í húsið sumarið 2017, enda hafi vélarnar þá þegar verið komnar upp. Sagði hann hið vaktaða svæði vera vel merkt og að ákvörðunin um vöktun hafi ekki verið tekin á formlegum húsfundi, enda hafi slíkur ekki verið haldinn síðan 2014. „Varðandi eftirlitsmyndavél í bifreið kveðst [maðurinn] hafa sett upp myndavél í mælaborði bifreiðar sinnar eftir að hafa lent í tjóni. Eftirlitsmyndavélin fari í gang þegar bíllinn sé ræstur. Honum sé því fyrirmunað að skilja hvernig myndavélin eigi að geta tekið myndir inn um svefnherbergisglugga kvartanda sem sé á annarri hæð hússins.“ Samrýmist ekki persónuverndarlögum Niðurstaða Persónuverndar er að þessi rafræn vöktun mannsins samrýmist ekki ákvæðum persónuverndarlaga og skuli hann láta af vöktuninni án tafar og sömuleiðis eyða því vöktunarefni sem safnast hafi til þessa. Þá skuli hann jafnframt eyða uppteknu efni sem hann hafi deilt á YouTube. Verði ekki farið að fyrirmælunum skuli maðurinn sæta dagsektum, sem geta numið allt að 200 þúsund krónum á hvern dag. Persónuvernd Kópavogur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum úrskurði Persónuverndar sem birtur var í gær. Þar segir að kona sem býr í húsinu hafi í október 2018 kvartað til Persónuverndar vegna rafrænnar vöktunar umrædds nágranna síns og birtingu upptekins efnis á vefmiðlum. Sagði hún í bréfinu að vélarnar hafi meðal annars beinst að bílastæði hennar í séreign og svefnherbergisglugga íbúðar hennar. Sá sem setti upp vélarnar segist hafa upphaflega sett upp vélarnar vegna meintrar ólöglegrar heimagistingar sem rekin var af fyrri eigendum íbúðar konunnar og þá hafi síðar verið kannabisreykjandi „skríll“ á vegum konunnar fyrir framan fjöleignarhúsið sem hafi vakið hjá honum óöryggi. Konan hafnar ásökunum um kannabisreykingar. Fjöldi myndavéla Í úrskurðinum kemur fram að myndavélarnar hafi verið staðsettar í gluggum íbúðar mannsins, bæði á húsinu framanverðu og aftanverðu. Segir konan sem kvartaði að vélunum meðal annars verið beint að tröppum að inngangi íbúðar sinnar. Einnig hafi myndavélum verið beint að stæði fyrir framan bílskúr, og að íbúð á efri hæð í bakhúsi, sem hvort tveggja sé séreign konunnar. Konan segir að myndavélarnar í gluggum mannsins hafi verið faldar með skrauti og að enginn nágrannanna hafi vitað um vöktunina, sem aldrei hafi verið borin upp á húsfundi. Maðurinn hafi síðar sett upp límmiða um vöktuna, en sömuleiðis án samráðs við aðra íbúa. Sagði hún að óásættanlegt væri að maðurinn fylgist með íbúum hússins í óþökk þeirra. „Ekki verði séð hvaða hag hann hafi, þrátt fyrir sjúkdóm sinn, af því að fylgjast með mannaferðum framan við húsið, þar sem inngangur að íbúð hans sé á húsinu aftanverðu.“ Maðurinn setti upp eftirlitsmyndavélar í gluggum sínum. Myndin er úr safni.Getty/seksan Mongkhonkhamsao Kannabisreykjandi „skríll“ Maðurinn, sem kvörtunin beindist að, segir að hann hafi komið upp vélunum í gluggum sínum árið 2015. Upphaflega hafi það komið til vegna meintrar ólöglegrar heimagistingar sem hann taldi rekna í húsinu af fyrri eigendum. Að nokkrum tíma liðnum hafi honum þótt fyrirkomulagið þægilegt til að sjá hverjir væru fyrir utan húsið. Maðurinn sagðist eiga erfitt með gang og væri því seinn til dyra. Einnig segir í tölvupósti hans til Persónuverndar að kvartandi, konan, væri með ólöglega útleigu á geymslu og bílskúr. „Þá segir að það sé „skríll“ á vegum hennar sem reyki kannabis fyrir framan húsið og það veki hjá honum óöryggi,“ að því er fram kemur í úrskurðinum. Taldi konuna vita af vöktuninni við kaup á íbúðinni Maðurinn sagðist hafa talið að konan hafi vel vitað af eftirlitsmyndavélunum þegar hún flutti í húsið sumarið 2017, enda hafi vélarnar þá þegar verið komnar upp. Sagði hann hið vaktaða svæði vera vel merkt og að ákvörðunin um vöktun hafi ekki verið tekin á formlegum húsfundi, enda hafi slíkur ekki verið haldinn síðan 2014. „Varðandi eftirlitsmyndavél í bifreið kveðst [maðurinn] hafa sett upp myndavél í mælaborði bifreiðar sinnar eftir að hafa lent í tjóni. Eftirlitsmyndavélin fari í gang þegar bíllinn sé ræstur. Honum sé því fyrirmunað að skilja hvernig myndavélin eigi að geta tekið myndir inn um svefnherbergisglugga kvartanda sem sé á annarri hæð hússins.“ Samrýmist ekki persónuverndarlögum Niðurstaða Persónuverndar er að þessi rafræn vöktun mannsins samrýmist ekki ákvæðum persónuverndarlaga og skuli hann láta af vöktuninni án tafar og sömuleiðis eyða því vöktunarefni sem safnast hafi til þessa. Þá skuli hann jafnframt eyða uppteknu efni sem hann hafi deilt á YouTube. Verði ekki farið að fyrirmælunum skuli maðurinn sæta dagsektum, sem geta numið allt að 200 þúsund krónum á hvern dag.
Persónuvernd Kópavogur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent