Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. janúar 2021 23:46 Mike Pompeo er utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Manuel Balce Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. Mannréttindasamtök hafa á síðustu árum sakað kínversk stjórnvöld um að hafa hneppt allt að milljón Úígúra í eitthvað sem ríkið sjálft kallar „endurmenntunarbúðir.“ Samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins bendir margt til þess að um þrælavinnubúðir sé að ræða. Úígúrar eru þjóðarbrot sem býr aðallega í Xinjiang í norðvesturhluta Kína. Á síðustu árum hafa kínversk stjórnvöld verið gagnrýnd fyrir meintar kerfisbundnar ofsóknir á hendur þeim. Pompeo, sem von bráðar lætur af embætti utanríkisráðherra, hefur verið í eldlínunni í samskiptum Kínverja og Bandaríkjanna frá því hann tók við embættinu í apríl 2018. Hann var skipaður af Donald Trump forseta, sem oft hefur hreykt sér af því hversu „harður“ hann hefur verið við Kína. Ríkisstjórn hans hefur þó ekki viljað kalla framgöngu Kínverja gagnvart Úígúrum þjóðarmorð, fyrr en nú. „Ég trúi því að þetta þjóðarmorð sé enn í gangi, og við séum vitni að kerfisbundinni tilraun ríkisflokks Kína til að útrýma Úígúrum,“ segir í yfirlýsingu frá Pompeo. Í yfirlýsingunni var ekki að finna neinar aðgerðir af hálfu Bandaríkjanna gagnvart Kína sem ekki þegar voru í gildi. Anthony Blinken, sem verður utanríkisráðherra í ríkisstjórn Joes Biden, tók undir yfirlýsingu Pompeos þegar hann var inntur eftir viðbrögðum í dag. „Þetta er það mat sem ég myndi leggja á þetta,“ samsinnti Blinken. Teymi á bak við framboð Bidens gagnrýndi framkomu kínverska ríkisins gagnvart Úígúrum í ágúst síðastliðnum. Spenna í utanríkismálun þegar Biden tekur við Greinendur segja ákvörðunina vera eins konar „lokagjöf“ hinnar fráfarandi Trump-stjórnar til Kína. Þó Bandaríkin séu ekki fyrsta ríkið til þess að gagnrýna framferði Kínverja í Xinjiang, sé um að ræða langsterkustu fordæminguna hingað til. Yfirlýsing Pompeo gæti leitt til aukinnar spennu í samskiptum Kína og Bandaríkjanna, en kínverskir ríkisfjölmiðlar hafa þegar brugðist við með því að saka Bandaríkjamenn um þjóðarmorð, og vísaði þar til viðbragða alríkisstjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum, sem dregið hefur yfir fjögur hundruð þúsund Bandaríkjamenn til dauða. Rannsókn sem breska ríkisútvarpið gerði árið 2019 leiddi í ljós að börn í Xinjiang væru tekin frá foreldrum sínum til þess að uppræta menningu Úígúra á svæðinu. Eins bendir margt til þess að úígúrskar konur hafi verið neyddar á getnaðarvörn af ríkinu. Kína hefur neitað ásökunum um allt slíkt. Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Kínverjar hafna orðum páfa um Úígúra Kínverjar hafa hafnað ásökunum Frans páfa um að þeir fari illa með minnihlutahópinn Úígúra, sem búa í Xinjiang héraði í Kína. 25. nóvember 2020 08:30 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Mannréttindasamtök hafa á síðustu árum sakað kínversk stjórnvöld um að hafa hneppt allt að milljón Úígúra í eitthvað sem ríkið sjálft kallar „endurmenntunarbúðir.“ Samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins bendir margt til þess að um þrælavinnubúðir sé að ræða. Úígúrar eru þjóðarbrot sem býr aðallega í Xinjiang í norðvesturhluta Kína. Á síðustu árum hafa kínversk stjórnvöld verið gagnrýnd fyrir meintar kerfisbundnar ofsóknir á hendur þeim. Pompeo, sem von bráðar lætur af embætti utanríkisráðherra, hefur verið í eldlínunni í samskiptum Kínverja og Bandaríkjanna frá því hann tók við embættinu í apríl 2018. Hann var skipaður af Donald Trump forseta, sem oft hefur hreykt sér af því hversu „harður“ hann hefur verið við Kína. Ríkisstjórn hans hefur þó ekki viljað kalla framgöngu Kínverja gagnvart Úígúrum þjóðarmorð, fyrr en nú. „Ég trúi því að þetta þjóðarmorð sé enn í gangi, og við séum vitni að kerfisbundinni tilraun ríkisflokks Kína til að útrýma Úígúrum,“ segir í yfirlýsingu frá Pompeo. Í yfirlýsingunni var ekki að finna neinar aðgerðir af hálfu Bandaríkjanna gagnvart Kína sem ekki þegar voru í gildi. Anthony Blinken, sem verður utanríkisráðherra í ríkisstjórn Joes Biden, tók undir yfirlýsingu Pompeos þegar hann var inntur eftir viðbrögðum í dag. „Þetta er það mat sem ég myndi leggja á þetta,“ samsinnti Blinken. Teymi á bak við framboð Bidens gagnrýndi framkomu kínverska ríkisins gagnvart Úígúrum í ágúst síðastliðnum. Spenna í utanríkismálun þegar Biden tekur við Greinendur segja ákvörðunina vera eins konar „lokagjöf“ hinnar fráfarandi Trump-stjórnar til Kína. Þó Bandaríkin séu ekki fyrsta ríkið til þess að gagnrýna framferði Kínverja í Xinjiang, sé um að ræða langsterkustu fordæminguna hingað til. Yfirlýsing Pompeo gæti leitt til aukinnar spennu í samskiptum Kína og Bandaríkjanna, en kínverskir ríkisfjölmiðlar hafa þegar brugðist við með því að saka Bandaríkjamenn um þjóðarmorð, og vísaði þar til viðbragða alríkisstjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum, sem dregið hefur yfir fjögur hundruð þúsund Bandaríkjamenn til dauða. Rannsókn sem breska ríkisútvarpið gerði árið 2019 leiddi í ljós að börn í Xinjiang væru tekin frá foreldrum sínum til þess að uppræta menningu Úígúra á svæðinu. Eins bendir margt til þess að úígúrskar konur hafi verið neyddar á getnaðarvörn af ríkinu. Kína hefur neitað ásökunum um allt slíkt.
Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Kínverjar hafna orðum páfa um Úígúra Kínverjar hafa hafnað ásökunum Frans páfa um að þeir fari illa með minnihlutahópinn Úígúra, sem búa í Xinjiang héraði í Kína. 25. nóvember 2020 08:30 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Kínverjar hafna orðum páfa um Úígúra Kínverjar hafa hafnað ásökunum Frans páfa um að þeir fari illa með minnihlutahópinn Úígúra, sem búa í Xinjiang héraði í Kína. 25. nóvember 2020 08:30