Íslenski boltinn

Fylkir og Þróttur R. fá liðs­styrk

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðrún Gyða í leik með HK/Víking gegn Fylki sumarið 2019.
Guðrún Gyða í leik með HK/Víking gegn Fylki sumarið 2019. Vísir/Bára

Pepsi Max deildarlið Fylkis og Þróttar Reykjavíkur fengu liðsstyrk í dag. Sæunn Björnsdóttir gekk í raðir Fylkis og Guðrún Gyða Haralz í raðir Þróttar Reykjavíkur.

Sæunn Björnsdóttir hefur gengið til liðs við Fylki frá Haukum á láni út næsta tímabil. Hin 19 ára gamla Sæunn skrifaði undir samning við Hauka áður en hún var lánuð til Fylkis. Markmið Hauka er að spila á uppöldum leikmönnum í Pepsi Max deildinni þegar fram líða stundir og því var hún aðeins lánuð í Árbæinn.

Alls hefur Sæunn spilað 98 leiki fyrir Hauka og skorað 15 mörk í þeim. Þá hefur hún leikið tvo leiki fyrir U-19 ára landslið Íslands.

Sæunn Björnsdóttir til liðs við Fylki Fylkir og Haukar hafa komist að samkomulagi um að leikmaður Hauka, Sæunn...

Posted by Íþróttafélagið Fylkir on Tuesday, January 19, 2021

Guðrún Gyða Haralz hefur gengið í raðir Þróttar Reykjavíkur frá Breiðabliki. Guðrún Gyða er 21 árs gömul og hefur alls leikið 17 leiki í Pepsi Max-deildinni, þar af tvo á síðustu leiktíð. Alls á hún að baki 44 leiki í meistaraflokki og hefur skorað tíu mörk.

Þróttur er hennar fimmta lið þrátt fyrir ungan aldur en Guðrún Gyða hefur einnig leikið með KR, HK/Víking og Augnablik.

Guðrún Gyða hefur alls leikið 24 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim 14 mörk.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.