Fótbolti

Emil klár í „skítverkin“ hjá Sarpsborg

Sindri Sverrisson skrifar
Emil Pálsson er kominn í búning Sarpsborgar.
Emil Pálsson er kominn í búning Sarpsborgar. mynd/sarpsborg08.no

Knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson hefur söðlað um í norsku úrvalsdeildinni og er orðinn leikmaður Sarpsborg eftir að hafa leikið með Sandefjord árin sín þrjú í atvinnumennsku hingað til.

„Stuðningsmenn mega búast við vinnusömum, varnarsinnuðum miðjumanni sem kann vel við að vinna skítverkin, en getur að sama skapi verið stór hluti af sóknarleiknum með því að dreifa spili og virkja leikmenn í kringum mig á vellinum.“

Þannig lýsir Emil sér á heimasíðu Sarpsborgar þar sem félagaskipti hans voru tilkynnt í dag. Samningur hans við félagið er til þriggja ára.

Sarpsborg endaði í 12. sæti af 16 liðum norsku úrvalsdeildarinnar í fyrra, þremur stigum á eftir Sandefjord, gamla liðinu hans Emils.

Draumur um Evrópudeild á næsta ári

Emil, sem er 27 ára gamall og frá Ísafirði, hóf meistaraflokksferil sinn með BÍ/Bolungarvík 2008 en lék með FH árin 2011-2017, utan hálfs árs að láni hjá Fjölni 2015. Hann varð Íslandsmeistari með FH í þrígang áður en hann gekk í raðir Sandefjord.

Emil lék 18 leiki í norsku úrvalsdeildinni með Sandefjord í fyrra, alla í byrjunarliði.

„Markmiðið mitt er að verða lykilleikmaður hjá Sarpsborg 08 á komandi tímabili og hjálpa liðinu, en líka mér sjálfum, að ná nýjum hæðum. Ég tel að þetta lið muni geta barist um eitt af sex efstu sætunum, með þann draum í huga að Sarpsborg spili í Evrópudeildinni árið 2022,“ segir Emil við heimasíðu Sarpsborgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×