Zlatan Ibrahimovic skoraði bæði mörk AC Milan sem er með þriggja stiga forystu á granna sína í Inter eftir 2-0 sigur á Cagliari í ítalska boltanum í kvöld.
Zlatan Ibrahimovic var í fyrsta sinn í byrjunarliði AC Milan í deildinni síðan 22. nóvember en hann hefur verið á meiðslalistanum og spilaði svo fimm mínútur í síðasta deildarleik er hann kom inn af bekknum.
Zlatan skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu á sjöundu mínútu en ekki voru fleiru mörk skoruð í fyrri hálfleik. Zlatan tvöfaldaði forystuna átta mínútum síðar eftir undirbúning Davide Calabria.
Zlatan Ibrahimović has now scored as many league goals this season as Erling Haaland (12), only three players in Europe's top five divisions have more.
— Squawka Football (@Squawka) January 18, 2021
Haaland was born after Zlatan scored the first league goal of his career. 😅 pic.twitter.com/oCTjxt3tzM
Alexis Saelemaekers, leikmaður AC Milan, kom inn á sem varamaður á 66. mínútu. Hann fékk gult spjald tveimur mínútum síðar og á 74. mínútu fékk hann sitt annað gula spjald og þar með sendur í sturtu. Hörmuleg innkoma.
Mörkin urðu ekki fleiri og AC Milan er á toppi deildarinnar með 43 stig, þremur stigum á eftir Inter. Cagliari er í sautjánda sætinu með fjórtán stig.