Fótbolti

Napoli niðurlægði Fiorentina með sex marka sveiflu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Lorenzo Insigne.
Lorenzo Insigne. vísir/Getty

Það var ekki mikið jafnræði með Napoli og Fiorentina þegar liðin mættust í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.

Það var snemma ljóst í hvað stefndi því Lorenzo Insigne kom Napoli í forystu strax á 5.mínútu leiksins.

Leikmenn Fiorentina voru algjörlega heillum horfnir á lokamínútum fyrri hálfleiks og horfðu varnarlausir á Napoli menn raða inn mörkum því Diego Demme, Hirving Lozano og Piotr Zielinski skoruðu sitt markið hver á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks. Staðan í leikhléi 4-0.

Yfirburðir Napoli héldu áfram í síðari hálfleik og Lorenzo Insigne skoraði annað mark sitt áður en Matteo Politano innsiglaði yfirburðarsigur Napoli, 6-0.

Napoli lyfti sér þar með upp í 3.sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar en liðið hefur sex stigum minna en topplið AC Milan.


Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.