Ítalskir fjölmiðlar segja hinn 34 ára gamla Mandzukic hafa komist að samkomulagi við AC Milan um samning til næsta sumars en hann mun gangast undir læknisskoðun í Milanóborg á morgun.
Mandzukic hefur verið án félags síðan hann yfirgaf Al-Duhail í Katar eftir stutta dvöl þar en hann spilaði aðeins fimm leiki í Katar og skoraði ekkert mark.
Hann vann ítölsku deildinna með Juventus fjögur ár í röð frá 2015-2019 en hefur einnig leikið með Atletico Madrid, Bayern Munchen, Wolfsburg og Dinamo Zagreb á ferlinum
Hjá AC Milan hittir hann fyrir annan sigursælan markahrók í Zlatan Ibrahimovic en hann hefur glímt við meiðsli undanfarnar vikur og gæti Mandzukic fyllt skarð hans í fremstu víglínu AC.
Mario Mandzukic to AC Milan, here we go! Medicals tomorrow in Milano - the Croatian striker will be back in Serie A. Agreement reached and contract set to be signed after the medicals. #ACMilan
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 17, 2021

Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.