Segir leitt að missa 4×4 og hafnar ásökunum um harðlínustefnu Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2021 14:24 Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að á síðustu misserum hafi Bændasamtökin og Skógræktarfélag Íslands sagt sig úr Landvernd. Önnur samtök hafi hins vegar bæst í hópinn. Getty/Mayall/ullstein/Vísir/Egill „Okkur finnst mjög leiðinlegt að missa 4×4. Það eru mjög mörg mál sem við eigum sameiginleg og hagsmunir sem við eigum sameiginlega.“ Þetta segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, um ákvörðun Ferðaklúbbsins 4×4 að segja sig úr Landvernd. Hún hafnar ásökunum klubbsins um að Landvernd hafi rekið stefnu undanfarin ár sem hafi verið öfgakennd og markast af harðlínu. Auður segir málið leiðinlegt og að Landvernd og Ferðaklúbburinn 4×4 hafi lengi unnið að mörgum málum saman, til dæmis málefnum sem varða Hálendisþjóðgarð. Líkt og sagði í frétt Vísis í morgun hefur Ferðaklúbburinn 4×4 ákveðið að hætta öllum stuðningi við Landvernd. Þá munu allir fulltrúar 4×4 segja sig úr öllum nefndum á vegum samtakanna. Hún segist að sjálfsögðu hafna því að Landvernd reki einhverja harðlínustefnu. „Við viljum bara að farið sé að náttúruverndarlögum. Náttúruvernd er skilgreind í náttúruverndarlögum og það er stefnan sem við vinnum eftir. Við höfum ítrekað reynt að funda með 4x4, en það hefur verið erfitt að fá fund með þeim síðustu tvö ár eða svo. En okkur finnst þetta mjög leiðinlegt,“ segir Auður. Fleiri sagt sig úr, önnur komið inn Auður segir fleiri dæmi um að samtök hafi sagt sig úr Landvernd á síðustu misserum – Skógræktarfélag Íslands og Bændasamtökin. Önnur samtök hafi hins vegar bæst í hópinn á þeim tíma sem hún hafi gegnt stöðu framkvæmdastjóra – Vistfræðifélag Íslands, SEEDS Iceland og SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi. Vinna áfram saman að hagsmunamálum Auður segir að Skógræktarfélag Íslands hafi sagt sig úr Landvernd fyrir um ári og þá borið fyrir sig fjárhagsástæður. „Það var mjög þröngt um reksturinn hjá þeim og höfðu ekki tök að vera með okkur lengur. Það er náttúrulega mjög leiðinlegt en við vinnum áfram með Skógræktarfélaginu að ýmsum verkefnum, meðal annars Kolviði. Við erum svo að vinna að öðrum málefnum núna sem eru sameiginleg hagsmunamál Landverndar og Skógræktarfélags Íslands.“ Hún segir að Skógræktin og Landvernd eigi í góðu samstarfi og samtali, en að það sé þó ekkert leyndarmál að þar séu líka málefni sem ekki sé samstaða um. „Við vonumst að sjálfsögðu til að við getum áfram unnið að sameiginlegum hagsmunamálum með 4x4, mál sem við erum sammála um, alveg eins og hefur átt við um Skógræktarfélagið.“ Sex þúsund einstaklingar félagar Landvernd voru einu sinn eingöngu regnhlífasamtök, en Auður segir að frá 2005 hafi samtökin verið að færa sig í að vera samtök með bæði samtök og einstaklinga sem félaga. Nú séu um fjörutíu samtök aðilar að Landvernd og um sex þúsund einstaklingar. Félagasamtök Umhverfismál Bílar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Sjá meira
Auður segir málið leiðinlegt og að Landvernd og Ferðaklúbburinn 4×4 hafi lengi unnið að mörgum málum saman, til dæmis málefnum sem varða Hálendisþjóðgarð. Líkt og sagði í frétt Vísis í morgun hefur Ferðaklúbburinn 4×4 ákveðið að hætta öllum stuðningi við Landvernd. Þá munu allir fulltrúar 4×4 segja sig úr öllum nefndum á vegum samtakanna. Hún segist að sjálfsögðu hafna því að Landvernd reki einhverja harðlínustefnu. „Við viljum bara að farið sé að náttúruverndarlögum. Náttúruvernd er skilgreind í náttúruverndarlögum og það er stefnan sem við vinnum eftir. Við höfum ítrekað reynt að funda með 4x4, en það hefur verið erfitt að fá fund með þeim síðustu tvö ár eða svo. En okkur finnst þetta mjög leiðinlegt,“ segir Auður. Fleiri sagt sig úr, önnur komið inn Auður segir fleiri dæmi um að samtök hafi sagt sig úr Landvernd á síðustu misserum – Skógræktarfélag Íslands og Bændasamtökin. Önnur samtök hafi hins vegar bæst í hópinn á þeim tíma sem hún hafi gegnt stöðu framkvæmdastjóra – Vistfræðifélag Íslands, SEEDS Iceland og SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi. Vinna áfram saman að hagsmunamálum Auður segir að Skógræktarfélag Íslands hafi sagt sig úr Landvernd fyrir um ári og þá borið fyrir sig fjárhagsástæður. „Það var mjög þröngt um reksturinn hjá þeim og höfðu ekki tök að vera með okkur lengur. Það er náttúrulega mjög leiðinlegt en við vinnum áfram með Skógræktarfélaginu að ýmsum verkefnum, meðal annars Kolviði. Við erum svo að vinna að öðrum málefnum núna sem eru sameiginleg hagsmunamál Landverndar og Skógræktarfélags Íslands.“ Hún segir að Skógræktin og Landvernd eigi í góðu samstarfi og samtali, en að það sé þó ekkert leyndarmál að þar séu líka málefni sem ekki sé samstaða um. „Við vonumst að sjálfsögðu til að við getum áfram unnið að sameiginlegum hagsmunamálum með 4x4, mál sem við erum sammála um, alveg eins og hefur átt við um Skógræktarfélagið.“ Sex þúsund einstaklingar félagar Landvernd voru einu sinn eingöngu regnhlífasamtök, en Auður segir að frá 2005 hafi samtökin verið að færa sig í að vera samtök með bæði samtök og einstaklinga sem félaga. Nú séu um fjörutíu samtök aðilar að Landvernd og um sex þúsund einstaklingar.
Félagasamtök Umhverfismál Bílar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Sjá meira