Erlent

Öflugur skjálfti í Indónesíu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Skjálftinn jafnaði nokkur hús við jörðu á eyjunni. 
Skjálftinn jafnaði nokkur hús við jörðu á eyjunni.  SAR Hidayatullah/Getty Images

Að minnsta kosti 35 eru látin og hundruð slösuð eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir indónesísku eyjuna Sulawesi í gær.

Óttast er að tæplega tuttugu starfsmenn spítala á eyjunni séu fastir í rústum hans eftir að byggingin hrundi í skjálftanum sem mældist 6,2 stig að stærð. Að minnsta kosti 26 eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið og á undan stóra skjálftanum kom annar, litlu minni, eða 5,9 stig. Skjálftar eru mjög algengir á svæðinu og árið 2018 fórust rúmlega tvöþúsund manns á sömu eyju.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.