Fótbolti

Real Madrid úr leik í spænska ofurbikarnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Úr leik.
Úr leik. vísir/Getty

Spánarmeistarar Real Madrid biðu lægri hlut fyrir Athletic Bilbao í undanúrslitum spænska ofurbikarsins í kvöld.

Ljóst var að úrslitaleikur gegn Barcelona biði sigurvegaranna í kvöld og stilltu báðir stjórar upp sterkum byrjunarliðum.

Baskarnir byrjuðu leikinn betur og Raul Garcia, fyrrum leikmaður Atletico Madrid, hlóð í tvennu í fyrri hálfleik. Fyrst skoraði hann á 18.mínútu og tvöfaldaði svo forystuna með marki úr vítaspyrnu á 38.mínútu.

Karim Benzema minnkaði muninn fyrir Real Madrid á 73.mínútu en meisturunum tókst ekki að nýta lokamínúturnar til að jafna leikinn.

Það verða því Athletic Bilbao og Barcelona sem mætast í úrslitaleik ofurbikarsins næstkomandi sunnudag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.