Fótbolti

Aftur skoraði Sverrir og nú gegn topp­liðinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sverrir Ingi er að gera góða hluti í Grikklandi.
Sverrir Ingi er að gera góða hluti í Grikklandi. Joaquin Corchero/Getty

Sverrir Ingi Ingason skoraði annað leikinn í röð fyrir PAOK er hann skoraði mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn toppliði Olympiakos.

Markalaust var í hálfleik en á sjöttu mínútu síðari hálfleiks var íslenski landsliðsmaðurinn á skotskónum með sínu þriðja mark í gríska boltanum á þessari leiktíð.

Þrettán mínútum fyrir leikslok jafnaði toppliðið Ousseynou Ba og lokatölur 1-1.

Sverrir spilaði allan leikinn í vörn PAOK en þeir eru í þriðja sæti deildarinnar með 32 stig. Olympiakos er á toppnum með 42 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.