Maðurinn var ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás.Vísir/Vilhelm
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann í 21 mánaðar fangelsi. Hann var dæmdur fyrir að kasta konu fram af svölum sínum á annarri hæð í Breiðholti árið 2019. Gæsluvarðhald sem hann sætti frá 17. september til 13. október árið 2019 verður dregið frá dómnum.
Manninum er einnig gert að greiða konunni 3,7 milljónir króna auk vaxta og allan sakarkostnað, sem er ein og hálf milljón.
Þann 16. september 2019 veittist hann að konunni með ofbeldi og kastaði henni fram af svölunum. Við það hlaut hún heilahristing, blæðingar og bólgur undir húð í andliti ásamt skurðum yfir kjálka vinstra megin, brot á tveimur stöðum í neðri kjálka, brot í kinnholu í efri kjálka, brotnar tennur og brot á mjaðmabeini.
Maðurinn var ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás vegna þessa.
Hann var einnig ákærður umferðar- og fíkniefnalagabrot. Þær ákærur eru vegna þess að þann 27. maí 2019 var maðurinn tekinn á þungu bifhjóli, sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þar að auki var hann tekinn með 12,59 grömm af metamfetamíni þann 4. apríl 2020.
Maðurinn sem handtekinn var í gærkvöldi, grunaður um að hafa hrint konu fram af svölum í Breiðholti, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. október.
Maður, sem úrskurðaður var í fjögurra vikna gæsluvarðhald þann 17. september síðastliðinn, grunaður um að hafa hrint konu fram af svölum húss í Breiðholti, er laus úr haldi.
Rannsókn lögreglu á máli þar sem maður er grunaður um að hafa hrint konu fram af svölum í Breiðholti er á lokametrunum.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.