Innlent

Í gæslu­varð­hald grunaður um að hafa hrint konu fram af svölum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Konunni var hrint fram af svölum íbúðarhúss í Breiðholti.
Konunni var hrint fram af svölum íbúðarhúss í Breiðholti. Vísir/vilhelm
Maðurinn sem handtekinn var í gærkvöldi, grunaður um að hafa hrint konu fram af svölum í Breiðholti, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. október næstkomandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningunni segir að maðurinn sé úrskurðaður í varðhald á grundvelli 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála, það er að segja að talið er að hann hafi rofið, í verulegum atriðum, skilyrði skilorðsbundins dóms.

Konan sem maðurinn er grunaður um að hafa hrint er illa slösuð en ekki talin í lífshættu.


Tengdar fréttir

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti

Hún var flutt á sjúkrahús og er alvarlega slösuð en sá sem talinn er hafa hrint henni var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×