Erlent

Flug­ritinn enn ekki fundinn

Atli Ísleifsson skrifar
Þegar er búið að finna brak úr vélinni og sömuleiðis líkamsleifar á leitarsvæðinu.
Þegar er búið að finna brak úr vélinni og sömuleiðis líkamsleifar á leitarsvæðinu. EPA

Enn hefur ekki tekist að finna flugrita farþegaþotunnar sem fórst undan ströndum Indónesíu á laugardag með 62 innanborðs.

Vel gekk að staðsetja hljóðmerki flugritana en þegar kafarar héldu á vettvang með tæki sem átti að leiða þá að þeim kom í ljós að það er bilað og því beðið eftir öðru.

Vél Sriwijaya Air, SJ182, hóf sig á loft frá flugvellinum í höfuðborginni Jakarta á laugardaginn var en hvarf á leið sinni til eyjunnar Borneó. Talið er víst að allir innanborðs hafi farist í slysinu.

Ekki er ljóst hvað varð til þess að vélin hrapaði og því er lögð mikil áhersla á að finna flugritana, sem ættu að geta varpað ljósi á málið.

Þegar er búið að finna brak úr vélinni og sömuleiðis líkamsleifar á leitarsvæðinu. Allir þeir sem voru um borð í vélinni voru frá Indónesíu.

Um Boeing 737-500 vél var að ræða, 26 ára gamla, en flugtaki hafði verið seinkað um hálftíma vegna mikillar rigningar.


Tengdar fréttir

Sækja svarta kassann úr flug­vélinni sem hrapaði

Búið er að staðsetja svarta kassann úr flugvélinni sem hrapaði stuttu eftir flugtak á Jakarta í Indónesíu í gær. Björgunarskip hafa haldið út aðgerðum frá því í gær og kafarar sjóhersins ættu fljótlega að geta sótt kassann, sem er í hafinu.

Hafa fundið út hvar flug­vélin hrapaði

Yfirvöld í Indonesíu segjast hafa fundið hvar vél Sriwijaya Air hrapaði. Vélin, flug SJ182, var á leið frá höfuðborginni Jakarta til borgarinnar Pontianak í gær þegar hún hvarf af ratsjám um það bil fjórum mínútum eftir flugtak.

Boeing 737 vél með sex­tíu far­þega horfin: Telja sig hafa fundið brak úr vélinni

Flugvél indónesíska flugfélagsins Sriwijaya Air, flug SJ182, hvarf af radar stuttu eftir flugtak frá Jakarta í morgun. Um er að ræða Boeing 737-500 vél en hún hafði lækkað flugið um tíu þúsund fet á tæpri mínútu áður en hún hvarf af radar. Flugvélin hvarf aðeins fjórum mínútum eftir að hún hófst á loft.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×