Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Kona sem nýverið lauk meðferð við brjóstakrabbameini segir að boðun í skimun sem hún fékk rétt fyrir fertugsafmæli sitt hafi líklega bjargað lífi sínu. Rætt verður við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún furðar sig á ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að skima konur ekki fyrr en við fimmtugsaldur.

Einnig verður rætt við varaformann Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna um nýja starfsánægjukönnun sem kemur vægast sagt illa út. Hann segir álag, léleg samskipti og lítil endurmenntun eru sögð helstu vandamálin.

Sóttvarnalæknir útilokar ekki að krefja fólk um neikvætt vottorð við kórónuveirunni fyrir komu þess til landsins og demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþing lögðu í dag ákæru á hendur Trumps forseta fyrir þingið.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi kl. 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×