Innlent

Féll niður vök á Hafravatni

Sylvía Hall skrifar
Tvö útköll hafa verið á Hafravatni í dag.
Tvö útköll hafa verið á Hafravatni í dag. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Upp úr hádegi í dag var manneskju bjargað sem hafði fallið niður vök á Hafravatni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Fram kemur í tilkynningunni að aðstæður til björgunar á vatninu eru erfiðar og ísinn ótraustur. Lögreglan varar því fólk við því að fara út á ís á höfuðborgarsvæðinu.

Uppfært 13:58: Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu greinir frá því að tvö útköll hafi verið vegna íss sem brotnaði undan fólki. Það hvetur fólk til þess að fara varlega.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.