Fótbolti

Svein­­dís á lista UEFA yfir þá tíu leik­­menn sem fólk á að fylgjast með á árinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sveindís Jane átti frábært ár 2020.
Sveindís Jane átti frábært ár 2020. vísir/vilhelm

Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins og Kristianstad í Svíþjóð, er á meðal þeirra tíu leikmanna sem heimasíða Meistaradeildar kvenna biður fólk um að fylgjast með á næstu leiktíð.

Sveindís var afar sterk í meistaraliði Breiðabliks á síðustu leiktíð þar sem hún jafn markahæst sem og besti leikmaður mótsins. Það skilaði henni landsliðssæti en UEFA vekur áhuga á Sveindísi sem og níu öðrum leikmönnum fyrir næstu leiktíð.

„Hin efnilegi framherji Jónsdóttir var að spila í fyrstu deildinni á Íslandi fjórtán ára gömul með Keflavík. Á sínu fyrsta heila tímabili skoraði hún 27 mörk í nítján leikjum. Hún færði sig yfir til Breiðabliks þar sem hún var jöfn markahæst sem og besti leikmaður deildarinnar þar sem þær urðu meistarar,“ segir í umsögninni.

„Þetta skilaði henni sínum fyrsta A-landsleik gegn Lettum í september; þar sem hún skoraði eftir átta mínútna leik og bætti öðru við. Nokkrum dögum síðar var það langt innkast hennar sem skilaði 1-1 jafntefli gegn Svíþjóð í mikilvægum leik í undankeppni EM 2022.“

„28. desember skrifaði hún undir hjá Wolfsburg til ársins 2024 áður en hún var svo lánuð til Kristianstad í Svíþjóð næsta árið, sem spilar í Meistaradeild Evrópu,“ segir á vefnum.

Listann í held sinni má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×